Alheimurinn — sköpun eða tilviljun?
STÖÐUGAR deilur eru háðar um það hvort alheimurinn hafi verið skapaður eða orðið til af hreinni tilviljun. Í því sambandi lætur Paul Davies, prófessor í fræðilegri eðlisfræði við Newcastle-háskóla á Bretlandseyjum, eftirtektarverð orð falla í bók sinni God and the New Physics:
„Ef alheimurinn væri algjört slys væru líkurnar á því að í honum fyndist nokkur merkjanleg regla fáránlegar litlar. . . . Úr því að svo er greinilega ekki virðist sú niðurstaða tæplega umflúin að núverandi ástand alheimsins hafi með einhverjum hætti verið ‚valið‘ úr gríðarlegum möguleikafjölda, sem allir nema örsmátt brot eru alger ringulreið. Og ef svona ákaflega ólíklegt byrjunarástand var valið þurfti auðvitað að vera til veljari eða hönnuður til þess að velja það.“
Rétt eins og byggingarmeistari velur sér teikningu og byggingarefni til að reisa eitthvað sem þjónar tilgangi hans, eins skapaði hinn alvaldi Guð, sem ber nafnið Jehóva, alheiminn. (Sálmur 83:19, Ísl. bi. 1908; Opinberunarbókin 4:11) Niðurstaða prófessors Davies minnir okkur á orð Páls postula í Hebreabréfinu 3:4: „Guð er sá, sem allt hefur gjört.“