Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • g89 8.1. bls. 16
  • Líkaminn — skapaður svo að við njótum lífsins!

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Líkaminn — skapaður svo að við njótum lífsins!
  • Vaknið! – 1989
  • Svipað efni
  • Maðurinn – hið mikla kraftaverk
    Lífið — varð það til við þróun eða sköpun?
  • Heilinn — „Meira en tölva“
    Vaknið! – 1989
  • Hvernig við getum vitað að til er Guð
    Ber Guð í raun umhyggju fyrir okkur?
  • Maðurinn er alveg einstakur!
    Er til skapari sem er annt um okkur?
Sjá meira
Vaknið! – 1989
g89 8.1. bls. 16

Líkaminn — skapaður svo að við njótum lífsins!

VÍSINDAMENN viðurkenna að mannslíkaminn sé stórkostlega úr garði gerður, meistaralega hönnuð snilldarsmíð. Þegar allir limir og líffæri starfa eðlilega getum við gert ótrúlegustu hluti og notið lífsins á stórfenglegan hátt.

Líttu til dæmis á hendur þínar. Þær eru meistarasmíð sem getur innt af hendi margvíslegustu verk í starfi og leik. Kannski heldur þú núna á tímaritinu sem þú ert að lesa. Þá eru handleggirnir hæfilega beygðir til að halda tímaritinu í mátulegri fjarlægð frá augunum. Fingurnir þrýsta nægilega fast á blaðið til að það renni ekki úr greipum þér. Og þegar þú flettir blaðinu stýrir heilinn fingrunum til að gera nákvæmlega það sem þú vilt. Það væri mikill ókostur að hafa ekki hendur!

Augun gegna mikilvægu hlutverki þegar þú lest blaðið. Með undraverðu samspili flókins tauganets og fleiri líffæra nemur augað letur og myndir sem það breytir í rafboð og sendir til heilans. Heilinn breytir rafboðunum í sjónmynd samsvarandi myndinni af blaðsíðunni. Sjónin er okkur afar mikilvæg og hörmulegt að missa hana.

Mannsheilinn er innan við eitt og hálft kílógramm að þyngd og ekki stærri en svo að hægt væri að halda á honum í hendinni. Þó er hann slíkt furðuverk að tæplega finnst nokkuð jafnflókið í öllum alheiminum. Með hans hjálp getum við hugsað, séð, fundið til, talað og samstillt hreyfingar okkar. Hans vegna getum við notið fagurs sólseturs, ljúffengrar máltíðar, hlýrrar vorgolu sem leikur um vanga, stórbrotins landslags, barnshláturs, ilms blómanna eða snertingar þess sem við elskum. Og flest af þessu kallar ekki einu sinni á meðvitaða áreynslu. Án heilans værum við ófær um að njóta nokkurs hlutar.

Í einum af sálmum Biblíunnar stendur: „Ég er undursamlega skapaður,“ og er það mikið sannmæli! — Sálmur 139:14.

En þrátt fyrir að mannslíkaminn skuli vera slík listasmíð kemur að því að hann tekur að hrörna. Við verðum sjúk og ellihrum og deyjum síðan. Og þótt heilsan sé góð fáum við ekki notið lífsins sem skyldi vegna þess hve margt illt er umhverfis okkur. Verður það alltaf svo eða var líkami okkar gerður til að endast eilíflega — laus við sjúkdóma, ellihrörnun og dauða? Vorum við gerð með það fyrir augum að njóta lífsins endalaust í langtum fyllri mæli en við þekkjum nú?

Þessar spurningar verða teknar til umfjöllunar í þessu tölublaði Vaknið! og tveim næstu. Í þessum fyrsta hluta munum við ræða um þrjú af hinum undraverðu líffærum líkamans — höndina, augað og heilann.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila