„Heill alheimur inni í höfuðkúpunni“
„MANNSHEILINN er heill alheimur inni í höfuðkúpunni. Hann er eina líffæri mannsins sem býr yfir nánast ótæmandi möguleikum,“ segir sovéski vísindamaðurinn og heilasérfræðingurinn Natalja Bekhtereva.
Til að hægt sé að nýta þessa möguleika þarf að nota og þjálfa heilann. Og það besta sem hægt er að nota heilann til er að kynnast hönnuði heilans, Jehóva Guði.
Spekingurinn, sem skrifaði Orðskviðina, segir: „Ef þú leitar að þeim [hyggindum og visku] sem að silfri og grefst eftir þeim eins og fólgnum fjársjóðum, þá munt þú skilja, hvað ótti [Jehóva] er, og öðlast þekking á Guði.“ — Orðskviðirnir 2:1-5.
Notar þú heilann til að afla þér þessarar dýrmætu ‚þekkingar á Guði?‘