Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • g90 8.10. bls. 8-9
  • Það sem fréttir nútímans merkja

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Það sem fréttir nútímans merkja
  • Vaknið! – 1990
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • Fréttir sem hafa mikla þýðingu
  • Tilgangur guðs nær brátt fram að ganga
    Hver er tilgangur lífsins?
  • Hvernig við vitum að við lifum á „síðustu dögum“
    Ber Guð í raun umhyggju fyrir okkur?
  • Hvað merkir allt þetta?
    Haltu vöku þinni!
  • Hvenær kemur endirinn? Svar Jesú
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (almenn útgáfa) – 2021
Sjá meira
Vaknið! – 1990
g90 8.10. bls. 8-9

Það sem fréttir nútímans merkja

LÍTTU í dagblað eða kveiktu á sjónvarpstækinu. Hvað lest þú, heyrir eða sérð? Frásögur af morðum, nauðgunum, fíkniefnum, sundruðum fjölskyldum, valdaránum, byltingum, hneykslismálum, spillingu, sjúkdómum svo sem eyðni, jarðskjáftum, hungri og hungurdauða. Þetta er undantekningarlaust fréttaefni dag frá degi. Þó er yfirleitt ekki getið um þýðingarmeiri þátt fréttanna, og jafnframt gert lítið úr honum ef á hann er minnst.

Nefna má sem dæmi að á fyrra kjörtímabili sínu sem forseti Bandaríkjanna talaði Ronald Reagan um „Harmagedón“ og sagði: „Ég get ekki varist þeirri hugsun hvort — hvort við séum sú kynslóð manna sem mun sjá það verða.“ Síðar gerði hann þó lítið úr þessu og fullyrti að hann hefði aldrei sagt að „við yrðum að búa okkur undir Harmagedón.“

Eigi að síður segir Opinberunarbók Biblíunnar frá hinu komandi Harmagedónstríði og segir að ‚konungum allrar heimsbyggðarinnar sé safnað saman til stríðsins á hinum mikla degi Guðs hins alvalda.‘ Biblían heldur áfram og segir að þjóðunum verði safnað saman „á þann stað, sem á hebresku kallast Harmagedón.“ — Opinberunarbókin 16:14, 16.

Hvenær verður þetta stríð á hinum mikla degi Guðs hins alvalda háð? Gæti það átt sér stað á okkar tímum? Jafnvel Ronald Reagan fann sig knúinn til að segja: „Ég veit ekki hvort þið hafið veitt athygli nokkrum þessara spádóma nýverið, en þið megið trúa mér að þeir lýsa þeim tímum sem við göngum í gegnum núna.“

Fréttir sem hafa mikla þýðingu

Hugleiddu sjálfur eftirfarandi spádóm Biblíunnar: „Vita skalt þú þetta, að á síðustu dögum [þessarar heimsskipanar] munu koma örðugar tíðir. Mennirnir verða sérgóðir, fégjarnir, raupsamir, hrokafullir, lastmælendur, foreldrum óhlýðnir, vanþakklátir, vanheilagir, kærleikslausir, ósáttfúsir, rógberandi, taumlausir, grimmir, ekki elskandi það sem gott er, sviksamir, framhleypnir, ofmetnaðarfullir, elskandi munaðarlífið meira en Guð. Þeir hafa á sér yfirskin guðhræðslunnar, en afneita krafti hennar.“ (2. Tímóteusarbréf 3:1-5) Finnst þér þessi spádómur vera að rætast núna?

Er Jesús sagði frá nærveru sinni í framtíðinni og endalokum heimskerfisins spáði hann: „Þér munuð spyrja hernað og ófríðartíðindi. . . . Þjóð mun rísa gegn þjóð og ríki gegn ríki, þá verður hungur og landskjálftar á ýmsum stöðum. . . . Og vegna þess að lögleysi magnast, mun kærleikur flestra kólna.“ (Matteus 24:3-12) Getur þú ekki fallist á að þessi spádómur sé að rætast núna?

Til að fylgjendur Jesú, sem lifðu á þeim tíma er þessir spádómar væru að uppfyllast, myndu skilja hvað þeir þýddu í raun tók hann líkingu: „Gætið að fíkjutrénu og öðrum trjám. Þegar þér sjáið þau farin að bruma, þá vitið þér af sjálfum yður, að sumarið er í nánd. Eins skuluð þér vita, þegar þér sjáið þetta verða [í raun þá atburði sem eru að gerast núna], að Guðs ríki er í nánd.“ — Lúkas 21:29-31.

Vissulega eru kappnógar sannanir fyrir því að við lifum þann tíma er ríki Guðs og stríðið við Harmagedón eru mjög nálæg! Þótt nálega allir fréttamiðlar heims hafi þagað yfir þessari mikilvægu frétt eru vottar Jehóva önnum kafnir við að segja frá henni um víða veröld. Þeir flytja þær góðu fréttir að bæði muni Guð hreinsa jörðina af allri spillingu og eins að gervallri jörðinni verði breytt í unaðslega paradís undir stjórn ríkis hans.

Biblían gefur þetta loforð varðandi þann tíma: „Því að hinir hreinskilnu munu byggja landið, og hinir grandvöru verða eftir í því. En hinir óguðlegu munu upprættir verða úr landinu, og hinum svikulu verða útrýmt þaðan.“ Og enn fremur segir hún: „Hinir hógværu fá landið til eignar, gleðjast yfir ríkulegri gæfu. Hinir réttlátu fá landið til eignar og búa í því um aldur.“ — Orðskviðirnir 2:21, 22; Sálmur 37:11, 29.

Langar þig til að fá nánari upplýsingar um rökin fyrir því að uppfylling þessara stórfenglegu spádóma sé í nánd? Ef svo er skaltu hafa samband við votta Jehóva. Þeir munu fúslega hjálpa þér að koma auga á það að fréttir nútímans merkja í raun að Guðsríki er í nánd, já, að nýr réttlátur heimur er framundan.

[Rétthafi myndar á blaðsíðu 9]

Nordhausen þrælabúðir: Ljósmynd frá USAF; vannært barn: ljósmynd frá WHO/W. Cutting; iðjuver: ljósmynd frá WHO/P. Almasy.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila