Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • g92 8.10. bls. 27
  • Glöð að vera til

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Glöð að vera til
  • Vaknið! – 1992
  • Svipað efni
  • Hvað segir Biblían um fóstureyðingar?
    Biblíuspurningar og svör
  • Fóstureyðing – hve dýru verði?
    Vaknið! – 1987
  • Fóstureyðing — ekki einföld lausn
    Vaknið! – 2009
  • Gluggi á móðurkviði
    Vaknið! – 1997
Sjá meira
Vaknið! – 1992
g92 8.10. bls. 27

Glöð að vera til

„ÉG ER svo glöð að vera til!“ segir Bernice, hraustleg, níu ára stúlka í suðurhluta Þýskalands. Hún hefur sérstaka ástæðu til að vera glöð.

Dag einn, meðan Bernice var enn í móðurkviði, veiktist systir hennar. Hún var með rauðu hundana! Móðirin var skelfingu lostin því að þessi smitnæmi sjúkdómur getur borist til fósturs og valdið alvarlegri vansköpun.

Eftir að hafa rannsakað blóðsýni mælti læknirinn eindregið með því að móðirin léti eyða fóstri. Út frá blóðrannsókninni taldi hann engan vafa leika á því að bæði móðir og ófætt barn hennar hefðu rauðu hundana. Rannsóknirnar bentu líka eindregið til þess að barnið yrði stórlega vanskapað.

Foreldrarnir voru hins vegar þeirrar skoðunar að fóstureyðing bryti í bága við lög Guðs. Sem vottar Jehóva neituðu þeir að samþykkja fóstureyðingu. Læknirinn hélt skoðun sinni fast fram og dró upp óhugnanlega mynd af því hvaða afleiðingar neitun þeirra kynni að hafa. Hann benti á hvaða vandamál fylgdu því að ala upp alvarlega fatlað barn. En foreldrarnir voru ákveðnir og útskýrðu biblíulega afstöðu sína til fóstureyðinga fyrir lækninum. Þeir kváðust vera tilbúnir til að taka hverju því sem koma myndi og elska barn sitt hvernig sem færi.

Læknirinn var djúpt snortinn. Hann viðurkenndi að hann væri ekki persónulega hlynntur fóstureyðingum og teldi þær siðferðilega rangar. Hins vegar væri honum skylt að leggja staðreyndirnar og afleiðingarnar fram á sem skýrastan hátt.

Níu árum síðar þurfti Bernice, sem var eðlilegt og hraust barn, að leita læknis. Blóðrannsókn leiddi í ljós að hún hafði aldrei fengið rauðu hundana. Niðurstaðan, sem fengin var fyrir fæðingu hennar, hafði greinilega verið röng. Hversu gott var ekki að foreldrarnir skyldu vera óhagganlegir í sannfæringu sinni. Engin furða er að Bernice skuli segja: „Ég er svo glöð að vera til!“

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila