Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • g93 8.1. bls. 13
  • Ekkert venjulegt sorp!

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Ekkert venjulegt sorp!
  • Vaknið! – 1993
  • Svipað efni
  • Gullni vökvinn við Miðjarðarhafið
    Vaknið! – 2008
Vaknið! – 1993
g93 8.1. bls. 13

Ekkert venjulegt sorp!

FÖSTUDAGINN 24. mars 1989 rakst olíuskipið Exxon Valdez á sker í Prince Williamsundi úti fyrir Alaska með þeim afleiðingum að 42 milljónir lítra af hráolíu fóru í sjóinn. Slysið ógnaði lífsafkomu sjómanna á staðnum, mengaði mörg hundruð kílómetra strandlengju og drap þúsundir fugla og sjávarspendýra.

Exxon Valdez-slysið er enn mikið tilfinningamál meðal þeirra sem láta sig umhverfismál varða. Þó á sér stað enn hættulegri olíumengun dag hvern, líklega í næsta nágrenni við þig!

Að sögn tímaritsins Consumer Reports henda þeir sem skipta sjálfir um olíu á bílum sínum á bilinu 750 til 1500 milljónum lítra af úrgangsolíu á ári. Að sögn blaðsins er gengið sómasamlega frá „aðeins 10 til 14 af hundraði þessarar olíu.“ Þessi litli hundraðshluti úrgangsolíunnar er endurunninn því að hægt er að framleiða sitthvað nýtilegt úr henni. En hvað verður um afganginn? Líklega henda bíleigendur honum einfaldlega í sorptunnuna eða hella niður.

Það myndi þurfa að minnsta kosti 25 Exxon Valdez-slys til að jafnast á við þær milljónir lítra af úrgangsolíu sem hellt er á jörðina eða út í ár og ræsi á hverju ári. En notuð smurolía, svo og annar úrgangur frá bílum svo sem frostlögur, hemlavökvi og gírolía, er ekkert venjulegt sorp. Þetta eru svonefnd spilliefni og eru mun hættulegri en venjulegt sorp.

Consumer Reports segir að komist olían „í drykkjarvatn geti það haft alvarlegustu afleiðingar: Einn lítri úrgangsolíu getur gert milljón lítra af ferskvatni óhæfa til drykkjar og myndað olíubrák sem þekur hátt í hektara vatns.“

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila