Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • g96 8.7. bls. 23-24
  • Kanntu að meta trúfrelsi?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Kanntu að meta trúfrelsi?
  • Vaknið! – 1996
  • Svipað efni
  • Ég lærði að treysta á Guð
    Vaknið! – 2006
  • Níutíu ár síðan ég fór að muna eftir Skapara mínum
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2009
  • Óvæntir atburðir og lærdómar sem gleðja í þjónustunni við Jehóva
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2023
  • Ósk mín um að hjálpa heyrnarlausum rætist
    Ævisögur votta Jehóva
Vaknið! – 1996
g96 8.7. bls. 23-24

Kanntu að meta trúfrelsi?

Eftir fréttaritara Vaknið! í Eistlandi.

PÄRNU er hafnarborg og sumarleyfisstaður í Eystrasaltsríkinu Eistlandi sem áður tilheyrði Sovétríkjunum. Borgarbúar eru liðlega 50.000 og njóta nú frelsis til að iðka þá trú sem þeir vilja — frelsis sem þeir nutu ekki fyrir fáeinum árum. Hinn 17. júní 1995 var þess getið í borgarblaðinu Pärnu Leht að 11 trúfélög störfuðu í borginni og sagt að blaðið hyggðist birta greinaröð um þau.

Í fyrstu greininni sagði: „Við hefjum greinaröðina á því að fjalla um söfnuð sem hefur greinilega haft áhrif á okkur öll með starfi sínu — söfnuð sem heldur nú samkomur sínar í sal brugghúss. Þetta eru vottar Jehóva. . . . Árið 1931 tóku Biblíunemendurnir sér nafnið vottar Jehóva og það er nafnið sem þeir bera enn. Vottar Jehóva eru yfir fimm milljónir talsins í heiminum. Aðalstöðvar þeirra í Eistlandi eru í Tallinn.“

Greinin hélt áfram: „Söfnuður boðbera Jehóva var stofnaður í Pärnu fyrir hálfu öðru ári. Safnaðarmenn voru í upphafi 25 en eru nú orðnir 120 . . .

Fyrstu kynni eru mjög jákvæð. Safnaðarmenn — aðallega ung hjón — eru vingjarnlegir, snyrtilega klæddir og fordómalausir. Það er undravert hve öguð börnin eru því að það er ekki auðvelt fyrir lítið barn að sitja stillt í hálfa aðra klukkustund — en það gera þau.“

Blaðið lýsir því hvernig vottar Jehóva eru ólíkir öðrum trúfélögum og segir: „Þeir leggja áherslu á að paradís sé framundan. Einnig er eftirtektarvert hve vel söfnuðurinn þekkir Biblíuna, og þeir vitna alltaf í hana þegar þeir geta.“ Greinin sagði að lokum: „Þessir 120, sem eru boðberar Jehóva, hafa tekið ákvörðun og eru sannfærðir um að hún sé sú eina rétta. Trúin og boðun hennar er þungamiðjan í lífi þeirra.“

Ekki reyndust allir Pärnu-búar hrifnir af fyrstu greininni í hinum fyrirhugaða greinaflokki um trúfélögin í borginni. Hinn 8. júlí 1995 sagði Pärnu Leht: „Við birtum hér beiðni sem blaðinu hefur borist frá fjórum kirkjudeildum í sambandi við nýju greinaröðina.“ Beiðnin eða bréfið var undirritað af fulltrúum eistnesku rétttrúnaðarkirkjunnar, evangelísk-lúthersku kirkjunnar í Eistlandi, Samtaka evangelískra kristinna manna og baptista í Eistlandi og eistnesku meþódistakirkjunnar.

Fulltrúar kirkjudeildanna fjögurra kvörtuðu: „Við lýsum furðu okkar á að blaðið skuli hafa byrjað greinaröðina á umfjöllun um votta Jehóva.“ Þeir héldu áfram: „Við viljum taka fram í sambandi við þessa greinaröð að við teljum óhugsandi að veita Pärnu Leht viðtal.“

Fulltrúar þessara kirkjudeilda sögðu í niðurlagsorðum sínum: „Í samfélagi þar sem margir eru ráðvilltir vegna þrýstings og ágengni ýmissa nýrra trúfélaga og sértrúarsafnaða sem boða ‚andlega göfgun,‘ er nauðsynlegt að dagblöð og tímarit taki tillit til trúaraðstæðna í byggðarlaginu og greini annars vegar milli kirkjudeilda með langa sögu að baki og hins vegar sértrúarsafnaða og öfgahreyfinga. Aðilar að Eistneska kirkjuráðinu, sem er fulltrúi kristinna kirkna í samkirkjulegu starfi, ættu að geta veitt nægilega skýra leiðsögn í þessu máli.“

En á eftir þessu bréfi kom blaðamaður Pärnu Leht með nokkrar umhugsunarverðar athugasemdir: „Það þarf ekki allt að vera rétt sem við höldum rétt. Og sjónarmið og skoðanir Guðs á ýmsum trúarsöfnuðum þarf ekki endilega að vera það sama og sjónarmið þessara fjögurra háttvirtu kirkna, og öfugt. Enginn er óskeikull, ekki einu sinni kirkjudeildir sem byggja á aldagamalli hefð.“

Hvað finnst þér um hina breyttu afstöðu til trúmála í lýðveldum fyrrverandi Sovétríkjanna? Við treystum að sannleiksunnandi menn alls staðar kunni að meta trúfrelsið sem komist hefur á þar.

[Kort á blaðsíðu 23]

(Sjá uppsettan texta í ritinu)

FINNLAND

Helsinki

Eystrasalt

EISTLAND

Tallinn

Pärnu

LETTLAND

Ríga

LITHÁEN

Vilnius

RÚSSLAND

St. Pétursborg

Moskva

HVÍTA RÚSSLAND

Minsk

[Mynd á blaðsíðu 24]

Söfnuður votta Jehóva í Pärnu.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila