Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • g97 8.4. bls. 10-11
  • Hvaða trú hefur velþóknun Guðs?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Hvaða trú hefur velþóknun Guðs?
  • Vaknið! – 1997
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • Tilraunir til að réttlæta manndrápin
  • Þekktir af ávöxtunum
  • Trú sem Guð hefur velþóknun á
  • Leiða öll trúarbrögð að sama marki?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2009
  • Hvers vegna veraldleg trúarbrögð líða undir lok
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1996
  • Endalok falstrúarbragða eru í nánd!
    Endalok falstrúarbragða eru í nánd!
  • Dómur guðs yfir ‚lögleysingjanum‘
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1990
Sjá meira
Vaknið! – 1997
g97 8.4. bls. 10-11

Hvaða trú hefur velþóknun Guðs?

TRÚARHATRI 16. aldar í Frakklandi linnti því miður ekki. Á 17. öld sundruðu djúptækir trúarfordómar Evrópu er kaþólskir og mótmælendur héldu aftur út á vígvöllinn í þrjátíu ára stríðinu (1618-48). Enn á ný tóku menn, sem kölluðu sig kristna, að drepa hver annan miskunnarlaust í nafni Guðs.

Trúarhatri og manndrápum hefur ekki linnt. Kaþólskir og mótmælendur hafa verið að drepa hver annan á Írlandi fram á þennan dag og rétttrúnaðarmenn og rómversk kaþólskir hafa gert slíkt hið sama þar sem áður hét Júgóslavía. Og svo ótrúlegt sem það kann að virðast drápu bæði kaþólskir menn og mótmælendur hundruð þúsunda trúbræðra sinna á vígvellinum í heimsstyrjöldunum báðum. Eru öll þessi manndráp réttlætanleg? Hver er afstaða Guðs?

Tilraunir til að réttlæta manndrápin

Bókin 1995 Britannica Book of the Year segir: „Ýmsir reyndu að réttlæta ofbeldi árið 1994 út frá guðfræðilegum forsendum.“ Fyrir meira en 1500 árum reyndi kaþólski heimspekingurinn „heilagur“ Ágústínus líka að réttlæta manndráp. Að sögn alfræðibókarinnar New Catholic Encyclopedia var hann „upphafsmaður kenningarinnar um réttlátt stríð,“ og bókin bendir á að hugsunarháttur hans ‚hafi enn áhrif nú á tímum.‘

Kirkjur kaþólskra, rétttrúnaðarmanna og mótmælenda hafa látið manndráp í nafni Guðs viðgangast eða jafnvel beitt sér fyrir þeim. Enda þótt saga þessara trúarbragða sé blóði drifin er saga annarra helstu trúarbragða heims engu betri. Hvernig er þá hægt að bera kennsl á þá sem iðka sanna trú?

Ekki með því að hlusta bara á það sem þeir segjast trúa. Jesús Kristur sagði í viðvörunartón um þetta mál: „Varist falsspámenn. Þeir koma til yðar í sauðaklæðum, en innra eru þeir gráðugir vargar. Af ávöxtum þeirra skuluð þér þekkja þá. . . . Þannig ber sérhvert gott tré góða ávöxtu, en slæmt tré vonda. . . . Hvert það tré, sem ber ekki góðan ávöxt, verður upp höggvið og í eld kastað.“ — Matteus 7:15-20.

Þekktir af ávöxtunum

Milljónir heiðarlegra manna gera sér ljóst að trúarbrögð heims eru ‚slæm tré‘ sem hafa borið ‚vonda ávöxtu,‘ einkum og sér í lagi með því að hvetja til blóðugra styrjalda. Í Biblíunni er heimsveldi falskra trúarbragða lýst sem andlegri skækju er kallast „Babýlon hin mikla.“ Biblían segir að ‚í henni hafi fundist blóð spámanna og heilagra og allra þeirra, sem drepnir hafi verið á jörðinni.‘ — Opinberunarbókin 17:3-6; 18:24.

Guð leggur því alls ekki blessun sína yfir þau stríð, sem trúarleiðtogar hafa blessað, heldur fullnægir hann bráðlega dómi á þessum trúarbrögðum sem hafa myrt í nafni hans. Þar með uppfyllir hann biblíuspádóm sem segir: „Svo voveiflega mun Babýlon kollvarpast, borgin mikla, svo að engar menjar skulu eftir verða.“ Þegar þessi gleðilegi atburður á sér stað hefur Guð „dæmt skækjuna miklu“ og „látið hana sæta hefnd fyrir blóð þjóna sinna.“ — Opinberunarbókin 18:21; 19:2.

Fólk, sem hefur viðbjóð á öllum þeim manndrápum sem framin hafa verið í nafni Guðs, spyr kannski hvort til séu kristnir menn sem lifa virkilega í samræmi við spádóm Biblíunnar: „[Þeir] munu smíða plógjárn úr sverðum sínum og sniðla úr spjótum sínum. Engin þjóð skal sverð reiða að annarri þjóð, og ekki skulu þær temja sér hernað framar.“ (Jesaja 2:4) Þekkir þú nokkurn hóp guðhræddra manna sem hefur hafnað stríði?

Trú sem Guð hefur velþóknun á

Í félagsfræðilegri skýrslu, sem nefnist „Meira um réttlætingu ofbeldis“ og gefin er út af University of Michigan í Bandaríkjunum, segir: „Allt frá aldamótum hafa vottar Jehóva varðveitt ófrávíkjanlegt ‚kristið hlutleysi‘ í tveim heimsstyrjöldum og hernaðarárekstrum ‚kalda stríðsins‘ sem kom í kjölfarið.“ Um ástæðuna fyrir hlutleysi vottanna segir skýrslan: „Kenningar votta Jehóva eru sprottnar af sannfæringu þeirra að Biblían sé innblásið orð Guðs.“

Já, vottar Jehóva lifa í samræmi við Biblíuna sem kennir: „Af þessu eru augljós börn Guðs og börn djöfulsins. Sá sem iðkar ekki réttlætið og elskar ekki bróður sinn heyrir ekki Guði til. . . . Vér eigum að elska hver annan. Ekki vera eins og Kain, sem . . . myrti bróður sinn.“ — 1. Jóhannesarbréf 3:10-12.

Vottar Jehóva hafa oft beint athygli fólks að blóðskuld trúarbragða heims. Þeir hafa líka endurómað áríðandi hvatningu Biblíunnar: „Gangið út, mitt fólk, út úr henni [Babýlon hinni miklu], svo að þér eigið engan hlut í syndum hennar og hreppið ekki plágur hennar. Því að syndir hennar hlóðust allt upp til himins og Guð minntist ranglætis hennar.“ — Opinberunarbókin 18:4, 5.

Margir einlægir menn fara eftir þeirri hvatningu að yfirgefa heimsveldi falskra trúarbragða. Ef þú ert hneykslaður á öllum þeim manndrápum, sem framin hafa verið í nafni trúarinnar, þá hvetjum við þig til að hafa samband við þann sem gaf þér þetta tímarit, eða hafa samband við votta Jehóva á einhverjum þeim stað sem tilgreindur er á blaðsíðu 5. Vottar Jehóva eru meira en fúsir til að hjálpa þér að kynnast fyrirheiti Biblíunnar um nýjan, réttlátan heim þar sem engin stríð verða til framar. — Sálmur 46:9, 10; 2. Pétursbréf 3:13.

[Mynd á blaðsíðu 10]

„Þeir segjast þekkja Guð, en afneita honum með verkum sínum.“ Títusarbréfið 1:16.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila