Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • g97 8.10. bls. 30
  • Frá lesendum

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Frá lesendum
  • Vaknið! – 1997
  • Svipað efni
  • Lesblinda hefur ekki hamlað mér
    Vaknið! – 2009
Vaknið! – 1997
g97 8.10. bls. 30

Frá lesendum

Rútuslys Ég gat ekki tára bundist þegar ég las greinina „Sigrast á sorg í krafti Jehóva“ (janúar-mars 1997) því hún snerti mig persónulega. Ég lenti nefnilega líka í slysi ásamt bestu vinkonu minni. Hún slasaðist alvarlega og lést nokkrum klukkustundum síðar. Ég var næstu fimm árin að ná tökum á ákafri sorg minni og sektarkennd yfir að ég skyldi lifa af en ekki hún. Ég treysti því að Jehóva minnist heittelskaðrar vinkonu minnar. Ég samhryggist þeim jafnframt innilega sem misstu ástvini sína í þessum harmleik á Spáni.

J. T., Bandaríkjunum

Gluggi á móðurkviði Fyrir skömmu komst ég að því að ég væri ófrísk. Vegna mistaka við læknisrannsókn var hætta á að barnið hefði fæðingargalla. Greinin ykkar, „Gluggi á móðurkviði“ (janúar-mars 1997), hjálpaði mér að ákveða að láta ekki eyða fóstrinu. Ég fékk blaðið í hendur viku áður en ég vissi að ég væri ófrísk.

M. C., Bandaríkjunum

Tölvuleikir Ég er 15 ára gamall og vil þakka ykkur fyrir greinina „Ungt fólk spyr . . . Ætti ég að spila tölvuleiki?“ (Janúar-mars 1997) Hún sýndi virkilega vel fram á skuggahliðar leikjanna og ætti að hjálpa kristnum mönnum að vega og meta kosti og galla þess að spila þá.

F. R., Indónesíu

Ég er 17 ára gamall og hafði ofsagaman af ofbeldisfullum tölvuleikjum. Ég hélt að þeir hefðu ekki áhrif á mig en ég ánetjaðist þeim — sérstaklega þeim ofbeldisfullu sem þið lýstuð. Nú hef ég eyðilagt alla tölvudisklinga sem tengdust ofbeldi og blóðsúthellingum. Og árangurinn? Mér líður miklu betur og ég hef meiri tíma til að nema, læra og tala um Jehóva Guð.

S. A., Grikklandi

Ábyrgð Takk fyrir hinar frábæru greinar „Það er ekki mér að kenna!,“ „Ráða genin örlögum okkar?“ og „Stjórnaðu lífi þínu núna!“ (Janúar-mars 1997) Mér hafa fundist greinarnar sérstaklega vel til þess fallnar að koma af stað góðum samræðum við lögfræðinga, tryggingafulltrúa, yfirmenn fyrirtækja, útgefendur, embættismenn og aðra sem ég hef talað við í viðskiptahverfi borgarinnar. Ég sýndi embættismanni bílastæðasjóðs greinina „Það er ekki mér að kenna!“ Hún greip blaðið af mér og sagði að „fáir viðurkenndu mistök sín núorðið.“ Hún sagðist vilja að allir á skrifstofunni læsu greinina.

B. S., Bandaríkjunum

Skólaritgerð Ég hreifst mjög af frásögunni um skólaritgerð Erics „Ef ég gæti breytt einu andartaki.“ (Október-desember 1996) Hún vakti hjá mér aðdáun og þakklæti í garð foreldra hans. Þau hljóta að hafa varið miklum tíma og kröftum í uppeldi sonar síns sem sýndi aðdáunarvert hugrekki og kærleika til Jehóva þrátt fyrir ungan aldur.

C. N., Ítalíu

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila