Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • g97 8.10. bls. 18-19
  • Eru vísindin og Biblían sammála?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Eru vísindin og Biblían sammála?
  • Vaknið! – 1997
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • Eru kraftaverk óvísindaleg?
  • Er Biblían á öndverðum meiði við vísindin?
  • Þekking frá æðri uppsprettu
  • Áhrif vísindanna á líf þitt
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2015
  • Hver er uppruni alheimsins og lífsins?
    Vaknið! – 2002
  • Samræmist bókin vísindum?
    Bók fyrir alla menn
  • 4. Vísindaleg nákvæmni
    Vaknið! – 2008
Sjá meira
Vaknið! – 1997
g97 8.10. bls. 18-19

Sjónarmið Biblíunnar

Eru vísindin og Biblían sammála?

VÍSINDIN hafa látið mikið að sér kveða á tuttugustu öldinni. Nægir að nefna flugvélar og kjarnasprengjur, erfðatækni og einræktun. Vísindamenn hafa komið mönnum til tunglsins, útrýmt bólusótt, gerbylt akuryrkju og veitt milljörðum manna aðgang að tafarlausum fjarskiptum. Það er því ekkert undarlegt að fólk sperri eyrun þegar vísindamennirnir tala. En hvað segja vísindamenn um Biblíuna, ef nokkuð? Og hvað segir Biblían okkur um vísindin?

Eru kraftaverk óvísindaleg?

„Vísindalega þenkjandi fólk trúir á ‚orsök og afleiðingu.‘ Það telur að til sé fullkomlega náttúrleg skýring á öllu,“ segir nýleg alfræðibók. Biblíunemendur viðurkenna staðfestar, vísindalegar meginreglur. En þeir vita líka að Biblían talar oft um kraftaverk og yfirnáttúrlega atburði sem ekki verða skýrðir vísindalega út frá núverandi þekkingu. Sem dæmi má nefna að sólin hafi staðið kyrr á dögum Jósúa og Jesús hafi gengið á vatni. (Jósúabók 10:12, 13; Matteus 14:23-34) En þessi kraftaverk eru sögð stafa af því að kraftur Guðs hafi starfað með yfirnáttúrlegum hætti.

Þetta atriði skiptir sköpum. Ef Biblían fullyrti að fólk gæti gengið á vatni án hjálpar Guðs eða að hægt væri að trufla sýndarhreyfingu sólar um himininn af tilefnislausu, þá gæti það virst stangast á við vísindalegar staðreyndir. En þegar Biblían eignar krafti Guðs slíka atburði er hún ekki á öndverðum meiði við vísindin heldur komin inn á svið sem vísindin kunna enn ekki skil á.

Er Biblían á öndverðum meiði við vísindin?

En hvað um þau tilvik þar sem Biblían ræðir um venjulega atburði í lífi fólks eða minnist á jurtir, dýr og náttúrufyrirbæri? Athyglisvert er að ekki hefur tekist að sýna fram á neitt dæmi þess að Biblían stangist á við þekktar, vísindalegar staðreyndir í slíkum tilvikum, þegar tekið er tillit til samhengisins.

Biblían talar til dæmis oft á ljóðmáli sem endurspeglar skilning fólks fyrir þúsundum ára. Þegar Jobsbók talar um að Jehóva þenji út himininn og hann sé ‚fastur eins og steyptur spegill‘ er verið að lýsa himninum eins og málmspegli með björtu endurkasti. (Jobsbók 37:18) Það er engin ástæða til að taka þessa samlíkingu bókstaflega, ekkert frekar en líkingamálið þar sem talað er um ‚stólpa‘ jarðar og „hornstein.“ — Jobsbók 38:4-7.

Þetta er þýðingarmikið því að margir biblíuskýrendur hafa tekið slíkar líkingar bókstaflega. (Sjá 2. Samúelsbók 22:8; Sálm 78:23, 24.) Þeir hafa ályktað sem svo að Biblían kenni eitthvað í líkingu við eftirfarandi lýsingu sem sótt er í The Anchor Bible Dictionary.

„Jörðin, sem mannkynið býr á, er álitin kringlulaga, fastur hlutur, ef til vill skífa, fljótandi á endalausu hafi. Samsíða þessu hafi liggur annað, endalaust haf fyrir ofan jörðina og það rignir niður um göt og farvegi á þessum himneska vatnsgeymi. Tunglið, sólin og önnur himintungl eru fest á bogalaga hvelfingu yfir jörðinni. Þessi hvelfing er hin kunna ‚festing‘ (rāqîa‛) í hinni prestlegu frásögn.“

Ljóst er að þessi mynd stangast á við nútímavísindi. En er þetta rétt mat á kenningu Biblíunnar um himininn? Alls ekki. Fræðibókin The International Standard Bible Encyclopaedia segir að slíkar lýsingar á heimsmynd Hebrea séu „í rauninni byggðar meira á ríkjandi hugmyndum í Evrópu á hinum myrku miðöldum en á nokkru sem raunverulega stendur í Gamla testamentinu.“ Hvaðan eru þessar miðaldahugmyndir komnar? David C. Lindberg segir í bókinni The Beginnings of Western Science að þær hafi aðallega verið sóttar í heimsmynd forngríska heimspekingsins Aristótelesar, en lærdómur miðalda byggðist að miklu leyti á verkum hans.

Það hefði verið til lítils fyrir Guð að orða Biblíuna á máli sem höfðaði til vísindamanna 20. aldar. Í staðinn fyrir vísindaformúlur inniheldur Biblían ljóslifandi dæmi og samlíkingar úr daglegu lífi þess fólks sem færði þær fyrst í letur — myndir sem búa yfir sígildum þrótti enn þann dag í dag. — Jobsbók 38:8-38; Jesaja 40:12-23.

Þekking frá æðri uppsprettu

Hins vegar er merkilegt að sumar athugasemdir Biblíunnar virðast endurspegla vísindaþekkingu sem þálifandi fólk hafði ekki. Job lýsir Guði svo að hann ‚þenji norðrið út yfir auðninni og láti jörðina svífa í tómum geimnum.‘ (Jobsbók 26:7) Sú hugmynd að jörðin ‚svifi‘ og hefði enga undirstöðu stakk mjög í stúf við goðsagnir flestra fornþjóða sem sögðu jörðina hvíla á fílum eða sæskjaldbökum. Móselögin hafa að geyma hreinlætisákvæði sem voru langt á undan læknisfræðiþekkingu samtíðarinnar. Eflaust hafa ákvæðin um sóttkvíun þeirra sem grunur lék á að haldnir væru holdsveiki og bannið við því að snerta lík, bjargað lífi margra Ísraelsmanna. (3. Mósebók 13; 4. Mósebók 19:11-16) Læknisaðferðum Assýringa er aftur á móti lýst sem „blöndu af trúarbrögðum, spásögnum og djöflatrú.“ Meðal annars notuðu þeir hundaskít og mannaþvag við lækningar.

Eins og við er að búast af bók, sem innblásin er af skaparanum, inniheldur Biblían vísindalega nákvæmar upplýsingar sem eru langt á undan sinni samtíð. Hún fer hins vegar aldrei út í vísindalegar skýringar sem hefðu verið merkingarlausar eða ruglandi fyrir fólk til forna. Ekkert í Biblíunni stangast á við þekktar, vísindalegar staðreyndir. Á hinn bóginn inniheldur Biblían margt sem stangast á við ósannaðar kenningar svo sem þróunarkenninguna.

[Innskot á blaðsíðu 19]

Þau orð Jobs að jörðin ‚svífi í tómum geimnum‘ gefa til kynna þekkingu sem samtíðarmenn hans höfðu ekki.

[Rétthafi myndar á blaðsíðu 18]

NASA

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila