Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • g02 8.7. bls. 17
  • Frumkvæði hennar borgaði sig

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Frumkvæði hennar borgaði sig
  • Vaknið! – 2002
  • Svipað efni
  • „Þetta er frábært kennslumyndband!“
    Vaknið! – 2016
  • Áhrifarík myndbönd
    Ríkisþjónusta okkar – 2002
  • Vottar Jehóva – skipulagðir til að boða fagnaðarerindið
    Ríkisþjónusta okkar – 2011
  • Nýtt myndskeið sem hjálpar okkur að hefja biblíunámskeið
    Ríkisþjónusta okkar – 2014
Sjá meira
Vaknið! – 2002
g02 8.7. bls. 17

Frumkvæði hennar borgaði sig

MARGIR UNGLINGAR MEÐAL VOTTA JEHÓVA eru til fyrirmyndar í því að tala djarfmannlega um trú sína. Við skulum sjá hvað Stella, unglingur frá Saloníki á Grikklandi, segir: „Á einni safnaðarsamkomu var rætt um hvernig hægt væri að nota myndböndin til að hjálpa öðrum að kynnast Jehóva. Ég velti fyrir mér hvernig ég gæti notað myndbandið Jehovah’s Witnesses — The Organization Behind the Name (Vottar Jehóva — skipulagið að baki nafninu). Daginn eftir talaði ég við skólastjórann og stakk upp á því að myndbandið yrði sýnt í skólanum. Ég varð undrandi þegar hann sagði að ekkert væri því til fyrirstöðu — svo framarlega sem kennararnir samþykktu það.

Síðar um daginn sagði skólastjórinn að hægt væri að sýna myndbandið í vikunni á eftir — en aðeins eftir að skóla lyki. Ég varð vonsvikin því að ég bjóst ekki við að bekkjarsystkinin myndu fórna frítíma sínum til að horfa á myndbandið. Engu að síður bauð ég öllum næsta dag að vera viðstöddum. Þau þáðu ekki aðeins boðið heldur buðu líka nemendum úr öðrum bekkjum. Sex kennarar — þar á meðal guðfræðingur — komu einnig til að horfa á myndbandið.

Allir fylgdust spenntir með. Á eftir bauð skólastjórinn mér að stjórna umræðum þar sem fyrirspurnum var svarað. Mörgum nemendanna þótti mikið til sjálfboðavinnunnar koma í aðalstöðvum Votta Jehóva sem sjá mátti á myndbandinu. Einn af nemendunum sagði: ‚Þeir vinna verk sitt með gleði þótt þeir fái ekkert borgað fyrir!‘

Ég sagði öllum viðstöddum frá biblíufræðsluritum okkar. Ég dreifði einnig Guðsríkisfréttum nr. 36, ‚Ný árþúsund — hvað ber framtíðin í skauti sínu?‘ Skólastjórinn bað um fleiri eintök handa kennurum sem voru fjarverandi.

Á eftir töluðu margir nemendur um myndbandið við vini sína. Ég var ánægð með að hafa gripið þetta tækifæri til að vitna. Skólafélagarnir virða mig meira; en mestu máli skiptir að þeir sýna þeim Guði, sem ég tilbið, virðingu.“

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila