Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • g 7.09 bls. 16
  • Gefðu börnunum gott veganesti

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Gefðu börnunum gott veganesti
  • Vaknið! – 2009
  • Svipað efni
  • Kenndu barninu frá unga aldri
    Farsælt fjölskyldulíf — hver er leyndardómurinn?
  • Foreldrar náið til hjartna barnanna
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1989
  • Getur Biblían komið að gagni við barnauppeldi?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2004
  • Foreldrar, verndið börnin ykkar
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2005
Vaknið! – 2009
g 7.09 bls. 16

Gefðu börnunum gott veganesti

EFTIR FRÉTTARITARA VAKNIÐ! Í KANADA

◼ „Sjónvarpið getur verið frábært námstæki,“ samkvæmt frétt í The New York Times. Hins vegar „hefur það skaðleg áhrif á huga og líkama barna að sitja aðgerðalaus klukkustundum saman fyrir framan skjáinn“. Það hefur í för með sér að þau fá ekki næg tækifæri til að þroska sköpunargáfuna, eiga félagsleg samskipti og læra.

Vísindamenn við Children’s Hospital í Seattle í Washington í Bandaríkjunum rannsökuðu sjónvarpsnotkun 2.500 barna. Að sögn The New York Times var niðurstaðan sú að „því meira sem börn á aldrinum eins til þriggja ára horfðu á sjónvarp því meiri hætta var á einbeitingarvanda við sjö ára aldur“. Þessi börn urðu að jafnaði árásargjarnari og óþolinmóðari og einbeitingin minni. Dr. Jane M. Healy er menntasálfræðingur. Hún segir að „foreldrar barna, sem greinast með athyglisbrest, uppgötvi oft að það dragi marktækt úr vandanum þegar börnin fái ekki að horfa eins mikið á sjónvarp“.

Hvað geta foreldrar gert til að börnin eyði minni tíma fyrir framan sjónvarpið? Eftirfarandi tillögur voru gefnar í frétt blaðsins: Setjið því takmörk hvenær og hve lengi barnið megi horfa á sjónvarp á hverjum degi. Notið sjónvarpið ekki sem barnapíu. Látið heldur börnin taka eins mikinn þátt og kostur er í heimilisstörfunum. Veljið hvaða þætti börnin mega horfa á og slökkvið á sjónvarpinu þegar þættirnir eru á enda. Ef þið hafið tök á horfið þá á þættina með börnunum og ræðið við þau um efnið. Og gætið þess að horfa sjálf ekki meira en góðu hófi gegnir á sjónvarpið.

Það kostar tíma, einbeitni og sjálfsögun að þroska sköpunargáfu og félagsfærni barna en árangurinn er þess virði. Þetta kemur fram í ævafornum orðskvið sem hljóðar svo: „Fræð hinn unga um veginn sem hann á að halda og á gamals aldri mun hann ekki af honum víkja.“ (Orðskviðirnir 22:6) Mikilvægur þáttur þessarar fræðslu er að kenna börnunum rétt siðferðisgildi.

Vottar Jehóva nota gjarnan bókina Lærum af kennaranum mikla til að kenna börnum sínum rétta og viðeigandi hegðun. Góð tjáskipti, ást og umhyggja meðan börnin eru ung skilar sér ríkulega síðar meir. Fátt er verðmætara fyrir foreldra en að sjá börnin vaxa upp sem ábyrga einstaklinga og sjá þau ávinna sér virðingu annarra.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila