Fyrir fjölskylduna
Hver er munurinn á myndunum?
Finndu þrennt sem er ólíkt á mynd A og mynd B. Skrifaðu svörin á línurnar hér fyrir neðan og litaðu svo myndirnar.
VÍSBENDING: Lestu 2. Mósebók 25:23, 30, 31, 37; 30:1-7; 3. Mósebók 24:5, 6.
1. ․․․․․
2. ․․․․․
3. ․․․․․
4. Hvor myndin er rétt, mynd A eða mynd B?
TIL UMRÆÐU:
Hvað þurftu prestarnir að gera áður en þeir þjónuðu í tjaldbúðinni?
VÍSBENDING: Lestu 2. Mósebók 30:17-21.
Hve miklu máli skiptir að þú sért hreinn ef þú vilt þóknast foreldrum þínum og Jehóva? Hvað annað en líkamlegt hreinlæti gerir okkur hrein?
VÍSBENDING: Lestu 1. Korintubréf 6:9-11; 2. Korintubréf 7:1.
GERIÐ ÞETTA SAMAN:
Látið hvern og einn í fjölskyldunni leita upplýsinga um „hið heilaga“ í tjaldbúðinni. (Hebreabréfið 9:2) Segið hvert öðru síðan frá einhverju sem þið hafið lært.
VÍSBENDING: Lestu Sálm 119:105; 141:2; Matteus 4:4; Jóhannes 4:34; Opinberunarbókina 8:4.
Safnaðu spilunum
Klipptu út, brjóttu saman og geymdu.
BIBLÍUSPIL 9 JEREMÍA
SPURNINGAR
A. Hvaða fjórar biblíubækur lét Jehóva Jeremía skrifa?
B. Rétt eða rangt? Jeremía var einhleypur alla ævi.
C. Kláraðu setninguna sem Jeremía sagði: ,Mér fannst eldur [orð Guðs] loga í hjarta mér . . .‘
[Tafla]
4026 f.Kr. Adam skapaður
Var uppi um 650 f.Kr.
1 e.Kr.
98 e.Kr. Síðasta bók Biblíunnar skrifuð
[Kort]
Bjó í Jerúsalem. Ferðaðist til Efratfljóts og til Egyptalands. – Jeremía 13:1-9; 43:8-13.
Jerúsalem
Efrat
EGYPTALAND
JEREMÍA
HVER VAR HANN?
Hann var útvalinn spámaður áður en hann fæddist. (Jeremía 1:1-5) Jeremía þjónaði Guði dyggilega í meira en 65 ár. Þó að hann væri reynslulítill og þyrði ekki að tala sagði Jehóva við hann: „Þú skalt ekki óttast þá því að ég er með þér til að bjarga þér.“ – Jeremía 1:6-8.
SVÖR
A. Fyrri og Síðari konungabók, Jeremía og Harmljóðin.
B. Rétt. – Jeremía 16:1-4.
C. ,. . . brenna í beinum mínum.‘ – Jeremía 20:9.
BIBLÍUSPIL 10 SALÓMON
SPURNINGAR
A. Salómon bað ekki um auðlegð eða langlífi heldur um hvað?
B. Fylltu í eyðurnar. Salómon samdi ․․․․․ spakmæli og kvæði hans voru ․․․․․ talsins.
C. Hvaða öðru nafni var Salómon kallaður?
[Tafla]
4026 f.Kr. Adam skapaður
Var uppi um 1000 f.Kr.
1 e.Kr.
98 e.Kr. Síðasta bók Biblíunnar skrifuð
[Kort]
Drottningin af Saba ferðaðist 2.400 kílómetra til að hlýða á visku Salómons.
SABA
Jerúsalem
SALÓMON
HVER VAR HANN?
Hann var annar sonur Davíðs og Batsebu. Salómon ríkti í Ísrael í 40 ár. Hann byggði stórt og mikið tilbeiðsluhús fyrir Jehóva. (1. Konungabók 5:16-19) Jehóva lét Salómon skrifa Orðskviðina, Prédikarann og Ljóðaljóðin. Slæmur félagsskapur við útlendar eiginkonur hans varð til þess að hann hætti að þjóna Jehóva. – 1. Konungabók 11:1-6.
SVÖR
A. Vilja til að hlýða. – 1. Konungabók 3:5-14.
B. 3.000, 1.005. – 1. Konungabók 5:9, 12.
C. Jedídjah, sem þýðir „elskaður af Jehóva“. – 2. Samúelsbók 12:24, 25.
BIBLÍUSPIL 11 JÓSEF
SPURNINGAR
A. Fylltu í eyðurnar. Hálfbræður Jósefs kölluðu hann ․․․․․ og seldu hann í þrælkun fyrir ․․․․․ sikla silfurs.
B. Þegar kona Pótífars reyndi að fá hann til að hafa kynmök við sig svaraði hann ákveðinn: „Hvers vegna skyldi ég þá aðhafast svo illt og . . .“
C. Af hverju gerði faraó Jósef að næstæðsta valdhafa í Egyptalandi?
[Tafla]
4026 f.Kr. Adam skapaður
Var uppi um 1700 f.Kr.
1 e.Kr.
98 e.Kr. Síðasta bók Biblíunnar skrifuð
[Kort]
Farið var með hann frá Dótan til Egyptalands.
Dótan
EGYPTALAND
JÓSEF
HVER VAR HANN?
Hann var frumgetinn sonur Jakobs og Rakelar. (1. Mósebók 35:24) Hálfbræður hans öfunduðu hann og seldu hann sem þræl til Egyptalands. Þar var hann þræll og fangi í hér um bil 13 ár. En Jósef hefndi sín ekki á hálfbræðrum sínum heldur fyrirgaf þeim. (1. Mósebók 50:15-21) Þótt hann væri langt að heiman virti hann Jehóva. Hann var duglegur, traustur og lifði hreinu lífi. – 1. Mósebók 39:1-23.
SVÖR
A. Draumamann, 20. – 1. Mósebók 37:19, 28.
B. „ . . . syndga á móti Guði?“ – 1. Mósebók 39:9.
C. Hann vissi að Jósef var vitur og hygginn vegna þess að hann hafði anda Guðs. – 1. Mósebók 41:38-41.
BIBLÍUSPIL 12 JESAJA
SPURNINGAR
A. Hver fór með Jesaja til að flytja Akasi konungi boð frá Guði?
B. Hvað sagði Jesaja þegar Jehóva spurði: „Hvern skal ég senda?“
C. Jesaja spáði: „Allt landið verður fullt af . . .“
[Tafla]
4026 f.Kr. Adam skapaður
Var uppi um 7000 f.Kr.
1 e.Kr.
98 e.Kr. Síðasta bók Biblíunnar skrifuð
[Kort]
Bjó í Jerúsalem.
Jerúsalem
JESAJA
HVER VAR HANN?
Hann var trúfastur spámaður og tilbað Guð ásamt fjölskyldu sinni. Hann var þeim góð fyrirmynd í þjónustunni við Guð. Konan hans er kölluð ,spákona‘. (Jesaja 7:3; 8:3, 18) Jesaja þjónaði Guði í að minnsta kosti 46 ár. Nafn hans merkir „hjálpræði Jehóva“.
SVÖR
A. Sear-Jasúb, sonur hans. – Jesaja 7:3.
B. „Hér er ég. Send þú mig.“ – Jesaja 6:8.
C. „ . . . þekkingu á Drottni.“ – Jesaja 11:9.
● Svörin við spurningunum er að finna á bls. 22.
LAUSN MYNDAGÁTU Á BLS. 29
1. Fjöldi lampa á ljósastikunni.
2. Fjöldi skoðunarbrauða.
3. Hornin á reykelsisaltarinu.
4. A.