Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • g17 Nr. 3 bls. 14-15
  • Englar

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Englar
  • Vaknið! – 2017
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • Hverjir eru englarnir?
  • Hvað gerðu englar áður fyrr?
  • Hvað gera englar nú á dögum?
  • Hverjir eru englarnir?
    Biblíuspurningar og svör
  • Hver er sannleikurinn um engla?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (almenn útgáfa) – 2017
  • Englar og áhrif þeirra á okkur
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2006
  • Englarnir þjóna þeim sem „hjálpræðið eiga að erfa“
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2009
Sjá meira
Vaknið! – 2017
g17 Nr. 3 bls. 14-15
Engill birtist Móse í logandi þyrnirunna.

SJÓNARMIÐ BIBLÍUNNAR

Englar

Englar koma fyrir í bókmenntum, listaverkum og kvikmyndum. En hverjir eru þeir og hvaða hlutverki gegna þeir?

Hverjir eru englarnir?

HVAÐ SEGIR BIBLÍAN?

Áður en Guð skapaði efnisheiminn og manninn skapaði hann afburðagreindar verur sem eru mönnunum æðri. Þær eru máttugri en mennirnir og lifa á sama tilverusviði og Guð – tilverusviði sem er ósýnilegt og óaðgengilegt mönnum. (Jobsbók 38:4, 7) Í Biblíunni eru þessar æðri verur kallaðar „andar“ og ,englar‘. – Hebreabréfið 1:13, 14.a

Hversu margir eru englarnir? Gríðarlega margir. Englarnir í kringum hásæti Guðs eru sagðir vera „tíu þúsundir tíu þúsunda“. (Opinberunarbókin 5:11) Ef þessi tala er tekin bókstaflega teljast englarnir í hundruðum milljóna!

„Þá sá ég og heyrði raust margra engla sem stóðu hringinn í kringum hásætið ... og tala þeirra var tíu þúsundir tíu þúsunda og þúsundir þúsunda.“ – Opinberunarbókin 5:11.

Hvað gerðu englar áður fyrr?

HVAÐ SEGIR BIBLÍAN?

Englar þjónuðu oft sem talsmenn eða sendiboðar Guðs.b Í Biblíunni er einnig sagt frá að þeir framkvæmi kraftaverk að boði Guðs. Guð sendi engil til að blessa Abraham og koma í veg fyrir að hann fórnaði Ísak, syni sínum. (1. Mósebók 22:11-18) Engill birtist Móse í logandi þyrnirunna til að flytja honum boð sem áttu eftir að breyta lífi hans. (2. Mósebók 3:1, 2) Þegar spámanninum Daníel var kastað í ljónagryfju „sendi [Guð] engil sinn og hann lokaði gini ljónanna“. – Daníel 6:23.

„Þá birtist [Móse] engill Guðs í eldsloga sem stóð upp af þyrnirunna.“ – 2. Mósebók 3:2.

Hvað gera englar nú á dögum?

HVAÐ SEGIR BIBLÍAN?

Þó að við vitum ekki um allt sem englar gera er gefið til kynna í Biblíunni að þeir taki þátt í að hjálpa einlægu fólki að kynnast Guði betur. – Postulasagan 8:26-35; 10:1-22; Opinberunarbókin 14:6, 7.

Ættfaðirinn Jakob fékk sýn frá Jehóva í draumi. Í sýninni sá hann engla fara upp og niður stiga sem náði til himins. (1. Mósebók 28:10-12) Ekki er ósennilegt að Jakob hafi ályktað út frá þessum draumi að Jehóva Guð sendi engla til jarðar til að sinna ákveðnum verkefnum, það er að segja að aðstoða trúfasta menn sem þarfnast hjálpar hans. – 1. Mósebók 24:40; 2. Mósebók 14:19; Sálmur 34:8.

„[Jakobi] þótti stigi standa á jörðu og ná til himins og englar Guðs fóru upp og ofan eftir stiganum.“ – 1. Mósebók 28:12.

a Í Biblíunni segir að sumir andar hafi gert uppreisn gegn yfirvaldi Guðs. Þessir vondu englar eru kallaðir „illir andar“. – Lúkas 10:17-20.

b Hebreska og gríska orðið í frumtexta Biblíunnar sem þýtt er „engill“ merkir „sendiboði“.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila