Samvinna felur í sér að hjón vinni saman eins og flugstjóri og aðstoðarflugmaður í sömu flugvél.
FYRIR HJÓN
2 Samvinna
HVAÐ FELUR HÚN Í SÉR?
Þegar hjón vinna saman eru þau eins og flugstjóri og aðstoðarflugmaður í sömu flugvél. Þegar vandamál koma upp hugsa þau ekki: „Hvað ætla ég að gera?“ heldur „Hvað ætlum við að gera?“
MEGINREGLA: „Þannig eru þau ekki framar tvö heldur einn maður.“ – Matteus 19:6.
„Hjónabandið er ekki einleikur. Til þess að það verði farsælt verða hjónin að vinna saman.“ – Christopher.
HVERS VEGNA ER SAMVINNA MIKILVÆG?
Þegar upp kemur ágreiningur eiga hjón, sem ekki vinna saman, það til að ráðast hvort á annað í stað þess að ráðast saman á vandann. Smávægilegur ágreiningur verður að risastórri hindrun.
„Samvinna er lykilatriði í hjónabandi. Ef ég og maðurinn minn værum ekki dugleg að vinna saman værum við í raun bara samleigjendur en ekki hjón. Það væri erfitt að taka stórar ákvarðanir í sameiningu undir slíkum kringumstæðum.“ – Alexandra.
ÞAÐ SEM ÞÚ GETUR GERT
SJÁLFSRANNSÓKN
Lít ég á launin mín sem einkaeign mína?
Þarf ég að vera fjarri maka mínum til þess að slaka almennilega á?
Held ég ákveðinni fjarlægð frá fjölskyldu maka míns jafnvel þótt hann sé náinn henni?
RÆDDU VIÐ MAKA ÞINN
Á hvaða sviðum vinnum við vel saman í hjónabandinu?
Á hvaða sviðum gætum við bætt okkur?
Hvernig getum við bætt liðsandann?
RÁÐ
Ímyndaðu þér að tennisleikur sé í gangi þar sem þið eruð mótherjar. Hvaða skref þyrftirðu að taka til þess að þið getið orðið liðsfélagar?
Í stað þess að hugsa: „Hvernig get ég unnið?“ skaltu hugsa „Hvernig getum við bæði unnið?“
„Ekki hugsa um hvort ykkar hafi rétt fyrir sér. Það er langtum mikilvægara að varðveita frið og einingu í hjónabandinu.“ – Ethan.
MEGINREGLA: „Lítið ekki aðeins á eigin hag heldur einnig annarra.“ – Filippíbréfið 2:3, 4.