4. Var okkur ætlað að þjást?
Hvers vegna er mikilvægt að vita það?
Svarið hefur áhrif á viðhorf okkar til lífsins.
Til umhugsunar
Er rökrétt að Guð, sem skapaði svo mikla fegurð í heiminum, myndi láta okkur þjást?
Fólk sem hefur ekki áhuga á trúmálum lítur oft á þjáningar sem ástæðu til að efast um hvatir Guðs, eða jafnvel um tilveru hans. Það trúir að þjáningar sýni (1) að Guð geti ekki bundið enda á þær, (2) að Guð vilji ekki binda enda á þær eða (3) að Guð sé ekki til.
En eru ekki fleiri möguleikar?
VILTU VITA MEIRA?
Horfðu á myndbandið Hvernig getum við verið viss um að Biblían sé áreiðanleg? á jw.org.
Hvað segir Biblían?
Guð skapaði okkur ekki til að þjást.
Hann vill að við njótum lífsins.
„Ekkert hugnast [mönnum] betur en að vera glaðir og njóta lífsins meðan það endist. En að matast, drekka og gleðjast af öllu erfiði sínu, einnig það er Guðs gjöf.“ – PRÉDIKARINN 3:12, 13.
Guð gaf Adam og Evu fullkomna byrjun.
Hann ætlaði hvorki þeim né afkomendum þeirra að þjást.
„Guð sagði við þau: ,Verið frjósöm, fjölgið ykkur og fyllið jörðina, gerið ykkur hana undirgefna.‘“ – 1. MÓSEBÓK 1:28.
Adam og Eva völdu að vera óháð Guði.
Þannig kölluðu þau miklar þjáningar yfir sig og alla afkomendur sína.
„Syndin kom inn í heiminn með einum manni og dauðinn með syndinni. Þannig barst dauðinn til allra manna því að þeir höfðu allir syndgað.“ – RÓMVERJABRÉFIÐ 5:12.a
Guð skapaði okkur ekki til að vera óháð leiðsögn hans.
Við vorum ekki sköpuð til að stjórna okkur sjálf, ekkert frekar en til að lifa neðansjávar.
,Það er ekki á valdi gangandi manns að stýra skrefum sínum.‘ – JEREMÍA 10:23, Biblían 1981.
Guð vill ekki að við þjáumst.
Hann vill að við lifum þannig að við komumst hjá eins mörgum vandamálum og hægt er.
„Aðeins ef þú hefðir gefið gaum að boðum mínum væri hamingja þín sem fljót.“ – JESAJA 48:18.
a Í Biblíunni á orðið „synd“ ekki aðeins við um ranga breytni heldur einnig um ástand sem allir menn hafa fengið í arf.