Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • g21 Nr. 2 bls. 4-6
  • Hvaða áhrif hefur tæknin á vináttubönd þín?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Hvaða áhrif hefur tæknin á vináttubönd þín?
  • Vaknið! – 2021
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • ÞAÐ SEM ÞÚ ÆTTIR AÐ VITA
  • HVAÐ GETUR ÞÚ GERT?
  • Börn og samfélagsmiðlar – fyrri hluti: Ætti barnið mitt að nota samfélagsmiðla?
    Góð ráð handa fjölskyldunni
  • Börn og samfélagsmiðlar – annar hluti: Kenndu unglingnum örugga notkun samfélagsmiðla
    Góð ráð handa fjölskyldunni
  • Efnisyfirlit
    Vaknið! – 2021
  • Í þessu tölublaði
    Vaknið! – 2021
Sjá meira
Vaknið! – 2021
g21 Nr. 2 bls. 4-6
Vinkonur í mismunandi heimshlutum halda sambandi með hjálp fjarfundabúnaðar.

Hvaða áhrif hefur tæknin á vináttubönd þín?

Þökk sé smáskilaboðum, tölvupósti, fjarfundum og samfélagsmiðlum getur fólk auðveldlega átt í samskiptum jafnvel þótt höf og álfur aðskilji það. Við þessar aðstæður er tæknin þarfur þjónn.

En sumir eru nánast eingöngu í samskipum við aðra með hjálp tækninnar. Þeim er hætt við að …

  • sýna vinum sínum minni samkennd.

  • finna til meiri einmanaleika og tómleika.

  • vera uppteknari af sjálfum sér en öðrum.

ÞAÐ SEM ÞÚ ÆTTIR AÐ VITA

Unglingsstúlka skoðar samskiptamiðla seint um kvöld. Færslan sem hún er að lesa hefur fengið 723.000 áhorf.

SAMKENND

Samkennd krefst þess að við hægjum á okkur og beinum allri athyglinni að annarri manneskju. Það gæti reynst erfitt fyrir þann sem er að drukkna í smáskilaboðum og færslum á samfélagsmiðlum.

Ef tæknin er farin að taka völdin gæti þér fundist skylt að svara skilaboðum vina þinna með hraði. Markmiðið verður þá að svara öllum skilaboðum hvort sem þau skipta máli eða ekki frekar en að vera til staðar fyrir vin sem þarfnast þín.

TIL UMHUGSUNAR: Hvernig getur þú sýnt samkennd þegar þú notar tæknina til að eiga samskipti við vini? – 1. PÉTURSBRÉF 3:8.

TÓMLEIKI

Rannsókn leiddi í ljós að mörgum leið verr eftir að hafa vafrað um vinsæla samskiptasíðu. Þeir sem stóðu að rannsókninni drógu þá ályktun að það að horfa á myndir og færslur annarra gæti skilið eftir þá tilfinningu að „maður hafi sóað tíma sínum“.

Auk þess getur það að horfa á spennandi myndir sem aðrir hafa birt leitt til neikvæðs samanburðar. Það gæti litið svo út sem allir aðrir séu að skemmta sér meðan þitt líf er bara rútína.

TIL UMHUGSUNAR: Hvernig getur þú forðast neikvæðan samanburð þegar þú notar samfélagsmiðla? – GALATABRÉFIÐ 6:4.

SJÁLFHVERFA

Kennari bendir á að sumir nemendanna virðist líta á vináttu sem einhliða samband sem snýst um það að hafa sem flesta á sínu bandi.a Slík vinátta snýst aðeins um það sem maður fær út úr sambandinu. Maður gæti farið að líta á vini sína eins og hver önnur öpp sem hægt er að nota eða slökkva á eftir þörfum.

TIL UMHUGSUNAR: Gefur það sem þú birtir á samfélagsmiðlum til kynna að þú sért að keppa við aðra eða viljir fá mikla athygli? – GALATABRÉFIÐ 5:26.

HVAÐ GETUR ÞÚ GERT?

SKOÐAÐU TÆKJANOTKUN ÞÍNA

Þegar tæknin er þjónn þinn frekar en húsbóndi mun hún hjálpa þér að halda sambandi við vini þína og jafnvel að verða nánari þeim.

MEGINREGLA BIBLÍUNNAR: „Kærleikurinn … hugsar ekki um eigin hag.“ – 1. KORINTUBRÉF 13:4, 5.

Hugleiddu hvaða tillögur þú vilt notafæra þér eða skrifaðu niður eigin hugmyndir.

  • Temja mér að tala við fólk í eigin persónu (í stað þess að reiða mig eingöngu á skilaboð eða tölvupóst).

  • Leggja frá mér símann (eða taka hljóðið af) meðan ég tala við aðra.

  • Draga úr tímanum á samskiptamiðlum.

  • Verða betri áheyrandi.

  • Hafa samband við vin sem er að ganga í gegnum erfiðleika.

a Greint er frá þessu í bókinni Reclaiming Conversation.

SPYRÐU ÞIG …

  • Á ég vináttubönd við fólk sem mér er annt um og sem er annt um mig?

  • Hversu oft truflar símhringing eða skilaboð samtal sem ég á við vin?

  • Gætu myndirnar og textarnir sem ég birti á samfélagsmiðlum gefið til kynna að ég vilji beina athyglinni að sjálfum mér?

  • Hvernig líður mér eftir að hafa varið tíma í að vafra um samfélagsmiðla?

  • Hvaða breytingar gæti ég gert til að tækjanotkun hindri mig ekki í að eignast sanna vini?

    MEGINREGLA BIBLÍUNNAR: „Hugsið ekki aðeins um eigin hag heldur einnig hag annarra.“ – FILIPPÍBRÉFIÐ 2:4.

Emily.

„Vináttubönd krefjast tíma og fyrirhafnar þannig að það er raunhæft að maður eigi aðeins fá vini. Vinátta snýst ekki um fjölda heldur um gæði. Sannir vinir láta sig varða hvað þér er fyrir bestu og þú gerir eins fyrir vini þína.“ – EMILY

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila