Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • g21 Nr. 2 bls. 13-15
  • Hvaða áhrif hefur tæknin á huga þinn?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Hvaða áhrif hefur tæknin á huga þinn?
  • Vaknið! – 2021
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • ÞAÐ SEM ÞÚ ÆTTIR AÐ VITA
  • HVAÐ GETUR ÞÚ GERT?
  • Hvernig getum við nýtt okkur tæknina af skynsemi?
    Góð ráð handa fjölskyldunni
  • Hvernig get ég lært að einbeita mér?
    Ungt fólk spyr
  • Í þessu tölublaði
    Vaknið! – 2021
  • Kynning
    Vaknið! – 2021
Sjá meira
Vaknið! – 2021
g21 Nr. 2 bls. 13-15
Maður fylgist með myndskeiði sem kennir matreiðslu meðan hann eldar.

Hvaða áhrif hefur tæknin á huga þinn?

Fólk er alltaf að læra – hvort sem það er í skóla, í vinnu eða eftir öðrum leiðum. Tæknin getur verið hjálpleg. Aldrei fyrr í sögunni hefur verið svona auðvelt að nálgast annað eins magn upplýsinga, án þess meira að segja að fara út fyrir hússins dyr og jafnvel án þess að standa á fætur.

En margir sem nota tæknina í drjúgum mæli hafa komist að raun um að …

  • þeir eiga erfitt með að einbeita sér að lestri.

  • þeir eiga erfitt með að einbeita sér að einu verkefni í einu.

  • þeim leiðist fljótlega þegar þeir eru einir.

ÞAÐ SEM ÞÚ ÆTTIR AÐ VITA

Unglingsstúlka er með margt í gangi í einu. Hún skrifar textaboð í snjallsímanum, talar við vinkonu sína með fjarfundabúnaði og notar tölvuna og námsbók til að læra.

LESTUR

Sumir glugga í greinar og skima í gegnum þær án þess að fylgja röksemdafærslu höfundarins.

Skimunarlestur er ágæt aðferð til að finna svar við spurningu með skjótum hætti. En hann getur komið í veg fyrir skilning þegar þú þarft að kafa dýpra í efnið.

TIL UMHUGSUNAR: Hvernig gengur þér að lesa langa grein? Hvernig getur það bætt nám þitt að gera það? – ORÐSKVIÐIRNIR 18:15.

EINBEITING

Sumir halda að tæknin geri þeim kleift að gera tvennt samtímis – eins og að senda textaboð meðan þeir eru að læra. En þegar athyglin er ekki óskipt er hætt við því að hvorugt verði vel gert, sér í lagi ef bæði verkefnin krefjast einbeitingar.

Einbeiting krefst sjálfstjórnar en hún er þess virði. „Þú gerir færri mistök og streitan verður minni,“ segir Grace sem er táningur. „Ég hef komist að raun um að það er betra að einbeita sér að einum hlut í einu til að forðast álagið sem fylgir því að gera margt í einu.“

TIL UMHUGSUNAR: Er hætta á því að geta þín til að skilja og muna það sem þú ert að læra skerðist við það að gera margt í einu? – ORÐSKVIÐIRNIR 17:24.

EINVERA

Sumum líður illa þegar þeir eru einir á kyrrlátum stað og nota þá tæknina til að fylla tómarúmið. „Mér fer að leiðast innan 15 mínútna ef ég hef ekki skoðað símann minn eða spjaldtölvuna eða kveikt á sjónvarpinu,“ segir kona að nafni Olivia.

Einverustundir veita þó dýrmæt tækifæri til íhugunar – en það er nauðsynlegur þáttur í námi, ekki aðeins fyrir ungt fólk heldur líka fullorðna.

TIL UMHUGSUNAR: Kanntu að nota einverustundir þér til gagns? – 1. TÍMÓTEUSARBRÉF 4:15.

HVAÐ GETUR ÞÚ GERT?

SKOÐAÐU TÆKJANOTKUN ÞÍNA

Hvernig geturðu notað tæknina til að skerpa hugsun þína? Hvaða notkun getur dregið úr einbeitingu þinni og námsgetu?

MEGINREGLA BIBLÍUNNAR: „Varðveittu visku og skarpskyggni.“ – ORÐSKVIÐIRNIR 3:21.

SPYRÐU ÞIG …

  • Á ég erfitt með einbeitingu þegar ég er að lesa langan texta á skjá? Ef svo er hvað er það helst sem truflar mig?

  • Hvað get ég gert til að draga úr eða jafnvel binda enda á þessa truflun?

Ráð: Byrjaðu smátt. Lestu stuttan bút og lengdu síðan smátt og smátt textann sem þú lest. Lestu upphátt en lágum rómi því að það hjálpar þér að einbeita þér að efninu.

  • Hverju get ég breytt til að ég hafi nægan tíma til að hugsa um og ígrunda það sem ég var að lesa?

Ráð: Notaðu síðustu tíu mínúturnar af námstímanum í að rifja upp það sem þú lærðir.

  • Við hvaða aðstæður er líklegast að ég reyni að gera margt í einu?

  • Hverju get ég breytt svo ég geti einbeitt mér að einu verkefni í einu?

Ráð: Hafðu námsumhverfið þannig að ekkert trufli þig eða freisti þín til að skoða eitthvað annað.

MEGINREGLA BIBLÍUNNAR: „Aflaðu þér visku, aflaðu þér skilnings.“ – ORÐSKVIÐIRNIR 4:5.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila