Kynntu þér rökin
Í þessu tölublaði Vaknið! er rætt um nokkur rök fyrir því að alheimurinn hafi verið skapaður. Kynntu þér þau til að komast að því hvort það sé ástæða til að trúa á tilvist skapara. Hér fyrir neðan eru fleiri myndbönd og rit sem þér gæti þótt fræðandi. Skrifaðu inn titlana í leitargluggann á jw.org:
Hvers vegna trúir margt menntað fólk að til sé skapari?
Horfðu á viðtölin í þáttaröðinni Það sem sumir segja um uppruna lífsins.
Er þróunarkenningin byggð á áreiðanlegum staðreyndum?
Lestu bæklinginn Var lífið skapað?
Er skynsamlegt að trúa á skapara?
Horfðu á myndbandið Hvað segja jafnaldrarnir? – Trú á Guð.
Er skynsamlegt að treysta Biblíunni?
Lestu bæklinginn Uppruni lífsins – fimm áhugaverðar spurningar.