Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • g25 Nr. 1 bls. 6-9
  • Farðu vel með peninga

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Farðu vel með peninga
  • Vaknið! – 2025
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • HVERS VEGNA ER ÞAÐ MIKILVÆGT?
  • HVAÐ GETUR ÞÚ GERT?
  • Hvernig er hægt að komast af með minna?
    Fleiri viðfangsefni
  • 2 | Verndaðu afkomu þína
    Vaknið! – 2022
  • Hvernig get ég lært að fara vel með peninga?
    Vaknið! – 2006
  • Lærðu að fara vel með peninga
    Vaknið! – 2011
Sjá meira
Vaknið! – 2025
g25 Nr. 1 bls. 6-9
Myndir: 1. Foreldrar ræða fjármál sín við eldhúsborðið. Dóttir þeirra er líka í eldhúsinu. 2. Sími með reiknivél liggur ofan á reikningum og kvittunum.

AÐ TAKAST Á VIÐ HÆKKANDI VERÐLAG

Farðu vel með peninga

Hækkandi verðlag gerir okkur öllum erfitt fyrir. En þú þarft ekki að gefast upp. Þú getur líklega gert ýmislegt til að bæta stöðu þína.

HVERS VEGNA ER ÞAÐ MIKILVÆGT?

Ef þú reynir ekki að minnsta kosti að fara vel með peningana gæti fjárhagsstaða þín orðið enn verri og valdið þér meiri áhyggjum og kvíða. Það er ýmislegt sem þú getur gert til að bæta stöðuna, jafnvel þó að þú hafir takmörkuð fjárráð.

HVAÐ GETUR ÞÚ GERT?

Lifðu ekki um efni fram. Ef þér tekst það er líklegra að þér finnist þú hafa stjórn á fjárhagsstöðu þinni og hafir ekki eins miklar áhyggjur af óvæntum útgjöldum.

Að gera fjárhagsáætlun hjálpar þér að eyða ekki um efni fram. Skoðaðu vel tekjur þínar og útgjöld. Gerðu síðan þitt besta til að halda þig við fjárhagsáætlunina og endurskoðaðu hana þegar verðlag eða launin þín breytast. Ef þú ert í hjónabandi þarftu að sjálfsögðu að gera áætlanir í samráði við makann.

Prófaðu þetta: Borgaðu í reiðufé ef þú getur frekar en að nota kreditkort. Sumir hafa komist að því að með því að gera þetta hafa þeir meiri stjórn á peningamálum sínum og þurfa jafnvel ekki að stofna sér í neinar skuldir. Farðu líka vel yfir bankayfirlitið. Þú getur verið rólegri ef þú veist nákvæmlega hvað þú átt af peningum.

Það getur verið erfitt að lifa ekki um efni fram. En það er mikil hjálp í að hafa vel úthugsaða fjárhagsáætlun. Og þá þarftu ekki að hafa eins miklar áhyggjur af peningum.

‚Reiknaðu kostnaðinn.‘ – Lúkas 14:28.


Reyndu að halda vinnunni. Hér eru nokkur dæmi um hvernig þú getur gert það: Vertu stundvís. Vertu jákvæður gagnvart vinnunni. Sýndu frumkvæði og vertu vinnusamur. Vertu kurteis. Fylgdu reglum og reyndu að bæta þig.


Ekki sóa peningum. Spyrðu þig: Er ég með einhverjar kostnaðarsamar eða skaðlegar venjur? Margir eyða til dæmis peningum sem þeir hafa unnið fyrir hörðum höndum í fíkniefni, fjárhættuspil, reykingar eða ofdrykkju. Slíkar venjur geta líka kostað þá heilsuna og vinnuna.

„Sá er hamingjusamur sem finnur visku … Að eignast hana er betra en að eignast silfur.“ – Orðskviðirnir 3:13, 14.


Búðu þér til varasjóð. Þegar þú getur skaltu leggja smáar upphæðir til hliðar í neyðarsjóð eða til að eiga fyrir óvæntum útgjöldum. Að hafa slíkan sjóð getur veitt þér öryggi ef þú eða einhver í fjölskyldunni verður óvænt veikur eða missir vinnuna eða eitthvað annað óvænt gerist.

„Tími og tilviljun mætir [okkur] öllum.“ – Prédikarinn 9:11.

Sparnaðarráð

Glerkrukka full af smámynt.

Eldaðu oftar heima.

Það er dýrt að borða oft úti eða að kaupa tilbúinn mat og drykki. Það tekur að vísu tíma og kostar vinnu að útbúa mat heima, en það sparar mikið. Þannig stjórnar þú líka betur hvað fer í matinn sem þú borðar.

Gerðu góð kaup.

  • Gerðu innkaupalista og haltu þig við hann. Forðastu að kaupa eitthvað án þess að hugsa þig um.

  • Keyptu sumt í meira magni ef það er hagstæðara og þú hefur tök á því. En vertu viss um að þú getir geymt vörurnar án þess að þær skemmist, til að koma í veg fyrir sóun.

  • Veltu fyrir þér að kaupa ódýrara vörumerki ef gæðin eru þokkaleg.

  • Verslaðu á netinu til að finna ódýrari vörur, forðast að kaupa eitthvað í fljótfærni og hafa betri yfirsýn yfir innkaupin. Gætirðu verslað á netinu ef það er í boði þar sem þú býrð?

  • Leitaðu að tilboðum og notaðu afsláttarmiða þar sem það er hægt. Berðu saman verð á þjónustu og skoðaðu kostnaðinn við notkun og viðhald tækja.

Hugsaðu þig um áður en þú endurnýjar.

Símaframleiðendur og aðrir gefa stöðugt út nýjar gerðir af vörum sínum til að auka hagnaðinn. Staldraðu því við og spyrðu þig hvort þú þurfir á nýju gerðinni að halda: Þarf ég að endurnýja núna? Og ef ég þarf að endurnýja, þarf ég þá nýjustu gerðina?

Gerðu við og endurnýttu.

Farðu vel með tækin þín svo að þau endist lengur. Og gerðu við þau þegar þau bila, ef það borgar sig. Þú gætir líka sparað með því að kaupa notaða hluti.

Ræktaðu þinn eigin mat.

Geturðu búið þér til pláss til þess að rækta þinn eigin mat? Það minnkar matarútgjöldin og gæti auk þess gefið þér eitthvað til að skipta, selja eða deila með þér.

„Áform hins iðna leiða til góðs.“ – Orðskviðirnir 21:5.

Kreditkort.

„Við fylgjumst vel með verði á hversdagsvörum og hvernig við notum kreditkortin okkar.“ – Miles, Englandi.

Minnisblokk, penni og bíllyklar.

„Við fjölskyldan gerum alltaf innkaupalista áður en við förum í búðina.“ – Jeremy, Bandaríkjunum.

Skipulagsbók og reiknivél.

„Við lögum fjárhagsáætlun fjölskyldunnar reglulega að því hverju við höfum efni á og leggjum til hliðar peninga fyrir óvænt útgjöld.“ – Yael, Ísrael.

Skiptilykill og skrúfjárn.

„Við kenndum börnunum okkar að gera við hluti sem bila í staðinn fyrir að kaupa bara nýja, þar á meðal bílinn og heimilistæki. Og við hjónin kaupum helst ekki nýjustu tækin.“ – Jeffrey, Bandaríkjunum.

„Ég minnkaði útgjöldin með því að rækta mitt eigið grænmeti og vera með hænsni. Ég get meira að segja gefið öðrum með mér af grænmetinu.“ – Hono, Mjanmar.

Maður tekur upp ýmiss konar grænmeti í garði.
    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila