Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • my saga 74
  • Óhræddur maður

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Óhræddur maður
  • Biblíusögubókin mín
  • Svipað efni
  • Jeremía vildi ekki hætta að segja öðrum frá Jehóva
    Kenndu börnunum
  • Jeremía — óvinsæll boðberi dóma Guðs
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1988
  • Höfuðþættir Jeremíabókar
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2007
  • Verum hugrökk eins og Jeremía
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2004
Sjá meira
Biblíusögubókin mín
my saga 74

KAFLI 74

Óhræddur maður

SJÁÐU hvernig fólkið gerir grín að unga manninum. Veistu hver hann er? Þetta er Jeremía. Hann er mjög mikilvægur spámaður Guðs.

Skömmu eftir að Jósía konungur byrjar að útrýma skurðgoðunum segir Jehóva Jeremía að vera spámaður sinn. Jeremía finnst hann þó of ungur til að vera spámaður en Jehóva segist munu hjálpa honum.

Jeremía segir Ísraelsmönnum að hætta að gera það sem illt er. ‚Guðirnir, sem þjóðirnar tilbiðja, eru falsguðir,‘ segir hann. En margir Ísraelsmanna vilja frekar tilbiðja skurðgoð en hinn sanna Guð, Jehóva. Þegar Jeremía segir fólkinu að Guð ætli að refsa því fyrir illsku þess hlær það bara að honum.

Árin líða. Jósía deyr og þrem mánuðum síðar verður Jójakím, sonur hans, konungur. Jeremía heldur áfram að segja fólkinu: ‚Jerúsalem verður eyðilögð ef þið hættið ekki illskuverkum ykkar.‘ Prestarnir grípa þá Jeremía og hrópa: ‚Það ætti að drepa þig fyrir að tala þannig.‘ Síðan segja þeir við höfðingja Ísraels: ‚Það ætti að taka Jeremía af lífi vegna þess að hann hefur talað í móti borginni okkar.‘

Hvað gerir Jeremía núna? Hann er ekki hræddur! Hann segir við þá alla: ‚Jehóva sendi mig til að segja ykkur að hann muni láta eyðileggja Jerúsalem ef þið snúið ykkur ekki frá vonsku ykkar og illri breytni. En vitið það fyrir víst að ef þið drepið mig þá drepið þið saklausan mann.‘

Höfðingjarnir láta Jeremía halda lífi en Ísraelsmenn breyta ekki slæmri hegðun sinni. Seinna kemur Nebúkadnesar, konungur í Babýlon, og ræðst á Jerúsalem. Að lokum gerir Nebúkadnesar Ísraelsmenn að þrælum sínum. Hann flytur þúsundir þeirra burt til Babýlonar. Hugsaðu þér hvernig það væri ef ókunnugt fólk tæki þig frá heimili þínu til lands sem þú þekkir ekki!

Jeremía 1:1-8; 10:1-5; 26:1-16; 2. Konungabók 24:1-17.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila