Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • my saga 94
  • Hann elskar lítil börn

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Hann elskar lítil börn
  • Biblíusögubókin mín
  • Svipað efni
  • Jesús býr postulana undir burtför sína
    Mesta mikilmenni sem lifað hefur
  • Lærisveinarnir deila
    Mesta mikilmenni sem lifað hefur
  • „Jesús … elskaði þá allt til enda“
    „Komið og fylgið mér“
  • Hvað er Guðsríki og hvernig sýnum við að við styðjum það?
    Lærum af kennaranum mikla
Sjá meira
Biblíusögubókin mín
my saga 94

KAFLI 94

Hann elskar lítil börn

SJÁÐU Jesú hér með litla drenginn í örmum sér. Það er auðséð að hann ber mikla umhyggju fyrir börnum. Mennirnir, sem horfa á, eru postular hans. Hvað er Jesús að segja við þá? Heyrum það.

Jesús og postular hans eru nýkomnir úr langferð. Á leiðinni fara postularnir að þrátta hver við annan. Eftir ferðina spyr Jesús: ‚Um hvað voruð þið að deila á leiðinni?‘ Jesús veit um hvað samræðurnar snerust. En hann spyr postulana til að sjá hvort þeir vilji segja honum það sjálfir.

Postularnir svara ekki af því að þeir voru að deila um á leiðinni hver þeirra væri mestur. Sumir postulanna vilja vera meiri en hinir. Hvernig ætlar Jesús að segja þeim að það sé ekki rétt að vilja vera mestur?

Hann kallar á litla drenginn og stillir honum fyrir framan þá alla. Síðan segir hann við lærisveinana: ‚Ég vil að þið vitið fyrir víst að ef þið breytið ykkur ekki og verðið eins og börn komist þið aldrei inn í Guðsríki. Sá er mestur í Guðsríki sem verður eins og þetta barn.‘ Veistu hvers vegna Jesús sagði þetta?

Mjög lítil börn hafa ekki áhyggjur af því hvort þau séu meiri eða mikilvægari en aðrir. Postularnir áttu að læra að vera eins og börn á þennan hátt og ekki rífast um það hver þeirra væri mestur eða mikilvægastur.

Við önnur tækifæri sýnir Jesús einnig hve vænt honum þykir um börn. Fáeinum mánuðum síðar kemur fólk með börn sín til Jesú. Postularnir reyna að halda börnunum frá honum en Jesús segir við þá: ‚Látið börnin koma til mín og bannið þeim það ekki. Því að Guðsríki tilheyrir slíku fólki.‘ Jesús tekur síðan börnin í fangið og blessar þau. Er ekki gott að vita að Jesús skuli elska lítil börn?

Matteus 18:1-4; 19:13-15; Markús 9:33-37; 10:13-16.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila