Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • rq kafli 15 bls. 30
  • Öðrum hjálpað að gera vilja Guðs

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Öðrum hjálpað að gera vilja Guðs
  • Hvers krefst Guð af okkur?
  • Svipað efni
  • Hvernig geturðu sagt öðrum frá fagnaðarboðskapnum?
    Von um bjarta framtíð – biblíunámskeið
  • Hamingjusöm ungmenni í þjónustu Jehóva
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1991
  • Flytjið gleðitíðindi
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2005
  • Hvernig er fagnaðarboðskapurinn boðaður?
    Von um bjarta framtíð – biblíunámskeið
Sjá meira
Hvers krefst Guð af okkur?
rq kafli 15 bls. 30

15. kafli

Öðrum hjálpað að gera vilja Guðs

Hvers vegna að segja öðrum frá því sem þú ert að læra? (1)

Hverjum getur þú sagt frá fagnaðarerindinu? (2)

Hvaða áhrif getur hegðun þín haft á aðra? (2)

Hvenær getur þú farið að prédika með söfnuðinum? (3)

1. Þegar hér er komið hefur þú lært margt gott af Biblíunni. Þessi þekking ætti að fá þig til að þroska með þér kristinn persónuleika. (Efesusbréfið 4:22-24) Slík þekking er forsenda þess að þú öðlist eilíft líf. (Jóhannes 17:3) En aðrir þurfa líka að heyra fagnaðarerindið til þess að þeir verði einnig hólpnir. Allir sannkristnir menn verða að vitna fyrir öðrum. Það eru fyrirmæli Guðs. — Rómverjabréfið 10:10; 1. Korintubréf 9:16; 1. Tímóteusarbréf 4:16.

2. Þú getur byrjað á því að segja þeim sem næstir þér standa frá því góða sem þú ert að læra. Segðu fjölskyldu þinni, vinum, skólafélögum og vinnufélögum frá því. Vertu vingjarnlegur og þolinmóður þegar þú gerir það. (2. Tímóteusarbréf 2:24, 25) Mundu að fólk lítur oft frekar á hegðun manns en að hlusta á það sem hann segir. Góð hegðun þín gæti því fengið aðra til að hlusta á boðskapinn sem þú færir þeim. — Matteus 5:16; 1. Pétursbréf 3:1, 2, 16.

3. Með tímanum kannt þú að verða hæfur til að byrja að prédika með söfnuði votta Jehóva í þínu byggðarlagi. Það er mikilvægt skref í framfaraátt. (Matteus 24:14) Sannarlega væri það gleðilegt ef þú gætir hjálpað einhverjum að gerast þjónn Jehóva og öðlast eilíft líf. — 1. Þessaloníkubréf 2:19, 20.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila