Hverju trúa þeir?
VOTTAR JEHÓVA trúa á almáttugan Guð, Jehóva, skapara himins og jarðar. Það er eðlilegt að álykta að hin flóknu furðuverk í alheiminum umhverfis okkur séu verk skapara sem er ákaflega greindur og ógurlega máttugur. Þau endurspegla eiginleika Jehóva Guðs líkt og handaverk karla og kvenna segja margt um höfund sinn. Biblían segir að ,hið ósýnilega eðli Guðs sé sýnilegt frá sköpun heimsins, með því að það verði skilið af verkum hans‘. Þar stendur líka að án orða og raustar ,segi himnarnir frá dýrð Guðs‘. — Rómverjabréfið 1:20; Sálmur 19:2-5.
Fólk býr ekki til leirkrúsir eða sjónvarpstæki og tölvur án þess að hafa eitthvað í huga með því. Jörðin og sköpunarverurnar á henni, plönturnar og dýrin, eru miklu stórkostlegri en verk manna. Uppbygging mannslíkamans úr billjónum frumna er ofar okkar skilningi. Við hugsum með heilanum en fáum engan veginn skilið furðusmíð hans. Fyrst mennirnir hafa ákveðinn tilgang með tiltölulega ómerkilegum uppfinningum sínum er víst að Jehóva Guð hafði tilgang með mikilfenglegri sköpun sinni. Orðskviðirnir 16:4 staðfesta það: „Allt hefir Drottinn skapað til síns ákveðna marks.“
Jehóva bjó jörðina til í ákveðnum tilgangi eins og hann sagði við fyrstu hjónin: „Verið frjósöm, margfaldist og uppfyllið jörðina . . . og drottnið yfir fiskum sjávarins og yfir fuglum loftsins og yfir öllum dýrum, sem hrærast á jörðinni.“ (1. Mósebók 1:28) Af því að þessi hjón óhlýðnuðust tókst þeim ekki að uppfylla jörðina með réttlátum fjölskyldum sem hefðu síðan getað annast hana og lífríki hennar af alúð. En þótt þeim tækist það ekki er ekki þar með sagt að ásetningur Jehóva hafi mistekist. Nokkur þúsund árum seinna var ritað: „Guð, sá er jörðina hefir myndað . . . hefir eigi skapað hana til þess, að hún væri auðn, heldur myndað hana svo, að hún væri byggileg.“ Hún verður ekki eyðilögð: „Jörðin stendur að eilífu.“ (Jesaja 45:18; Prédikarinn 1:4) Áform Jehóva um jörðina ná fram að ganga: „Mín ráðsályktun stendur stöðug, og allt, sem mér vel líkar, framkvæmi ég.“ — Jesaja 46:10.
Vottar Jehóva trúa því þar af leiðandi að jörðin standi að eilífu og að allir, lífs og liðnir, sem muni samlaga sig ásetningi Jehóva með fagra jörð sem iðar af lífi, fái að lifa þar um alla eilífð. Allir menn hafa fengið ófullkomleikann í arf frá Adam og Evu og eru því syndarar. (Rómverjabréfið 5:12) Biblían segir: „Laun syndarinnar er dauði.“ „Þeir sem lifa, vita að þeir eiga að deyja, en hinir dauðu vita ekki neitt.“ „Sú sálin, sem syndgar, hún skal deyja.“ (Rómverjabréfið 6:23; Prédikarinn 9:5; Esekíel 18:4, 20) Hvernig geta hinir látnu fengið lífið á ný til að öðlast hlutdeild í þessari blessun á jörðinni? Þeir geta það einungis fyrir lausnarfórn Jesú Krists því að hann sagði: „Ég er upprisan og lífið. Sá sem trúir á mig, mun lifa, þótt hann deyi.“ „Allir þeir, sem í gröfunum eru, munu heyra raust hans og ganga fram.“ — Jóhannes 5:28, 29; 11:25; Matteus 20:28.
Hvernig mun þetta eiga sér stað? „Fagnaðarerindið um ríkið“, sem Jesús hóf að prédika þegar hann var á jörðinni, útskýrir það. (Matteus 4:17-23) En nú á tímum prédika vottar Jehóva fagnaðarerindið á mjög sérstakan hátt.
[Tafla á bls. 13]
ÞAÐ SEM VOTTAR JEHÓVA TRÚA
Trú Biblíulegur grunnur
Biblían er orð Guðs 2. Tím. 3:16, 17;
og er sannleikur. 2. Pét. 1:20, 21; Jóh. 17:17.
Biblían er áreiðanlegri en Matt. 15:3; Kól. 2:8.
erfikenningar.
Guð heitir Jehóva. Sálm. 83:19; Jes. 26:4;
42:8; 2. Mós. 6:3.
Kristur var fyrsta Kól. 1:15; Opinb. 3:14.
sköpun Guðs.
Kristur dó á staur, Gal. 3:13; Post. 5:30.
ekki á krossi.
Mannslíf Krists var greitt sem Matt. 20:28; 1. Tím.2:
lausnargjald fyrir hlýðna menn. 5, 6; 1. Pét. 2:24.
Fórn Krists nægði Rómv. 6:10; Hebr. 9:
ein og sér. 25-28.
Kristur var reistur frá dauðum 1. Pét. 3:18; Rómv. 6:9;
sem ódauðleg andapersóna. Opinb. 1:17, 18.
Við lifum núna á Matt. 24:3-14; 2. Tím. 3:
,tíð endalokanna‘. 1-5; Lúk. 17:26-30.
Guðsríki undir stjórn Krists Jes. 9:6, 7; 11:1-5; Dan.
mun stjórna jörðinni í réttlæti 7:13, 14; Matt. 6:10.
og friði.
Guðsríki mun skapa á jörðinni Sálm. 72:1-4; Opinb. 7:
bestu lífsskilyrði. 9, 10, 13-17; 21:3, 4.
Jörðin verður aldrei eyðilögð Préd. 1:4; Jes. 45:18;
eða mannlaus. Sálm. 78:69.
Guð þurrkar út Opinb. 16:14, 16; Sef.
núverandi heimskerfi 3:8; Dan. 2:44; Jes. 34:2;
í Harmagedón. 55:10, 11.
Illum verður eytt Matt. 25:41-46;
að eilífu. 2. Þess. 1:6-9.
Fólk, sem er Guði þóknanlegt, Jóh 3:16; 10:27, 28;
öðlast eilíft líf. 17:3; Mark 10:29, 30.
Það er aðeins einn vegur Matt. 7:13, 14; Ef. 4:
til lífsins. 4, 5.
Menn deyja vegna Rómv. 5:12; 6:23.
syndar Adams.
Helja er gröfin sem Job 14:13; Opinb. 20:
allir menn fara í. 13, 14.
Von um hina látnu er upprisa. 1. Kor. 15:20-22; Jóh 5:
28, 29; 11:25, 26.
Adamsdauðinn hættir að vera til. 1. Kor. 15:26, 54;
Aðeins lítill hópur, Lúk. 12:32; Opinb. 14:
alls 144.000, fara til himna 1, 3; 1. Kor. 15:40-53;
og ríkja með Kristi. Opinb. 5:9, 10.
Hinar 144.000 eru endurfæddar 1. Pét. 1:23; Jóh. 3:3;
sem andlegir synir Guðs. Opinb. 7:3, 4.
Nýr sáttmáli er gerður við Jer. 31:31; Hebr. 8:
andlegan Ísrael. 10-13.
Söfnuður Krists er byggður Ef. 2:20; Jes. 28:16;
á Kristi sjálfum. Matt. 21:42.
Bænum skal aðeins beina til Jóh. 14:6, 13, 14;
Jehóva fyrir milligöngu Krists. 1. Tím. 2:5.
Ekki má koma nálægt spíritisma. 5. Mós. 18:1012; Gal.
5:19-21; 3. Mós. 19:31.
Satan er ósýnilegur stjórnandi 1. Jóh. 5:19; 2. Kor. 4:4;
heimsins. Jóh. 12:31.
Kristnum mönnum ber 2. Kor. 6:14-17;
að eiga enga hlutdeild í 11:13-15; Gal. 5:9;
samkirkjulegum hreyfingum. 5. Mós. 7:1-5.
Kristinn maður ætti að halda sér Jak. 4:4; 1. Jóh. 2:15;
aðskildum frá heiminum. Jóh. 15:19; 17:16.
Hlýða skal lögum manna sem Matt. 22:20, 21;
stangast ekki á við lög Guðs. 1. Pét. 2:12; 4:15.
Inntaka blóðs í líkamann 1. Mós. 9:3, 4; 3. Mós.
gegnum munn eða æðar 17:14; Post. 15:28, 29.
brýtur lög Guðs.
Lögum Biblíunnar um siðferði 1. Kor. 6:9, 10; Hebr.
verður að hlýða. 13:4; 1. Tím. 3:2;
Hvíldardagshelgihald var 5. Mós. 5:15; 2. Mós.
gefið Ísraelsmönnum einum 31:13; Rómv. 10:4; Gal.
og féll niður með Móselögunum. 4:9, 10; Kól. 2:16, 17.
Klerkastétt og sérstakir titlar Matt. 23:8-12; 20:25-27;
eiga ekki rétt á sér. Job 32:21, 22.
Maðurinn þróaðist ekki Jes. 45:12; 1. Mós. 1:27;
heldur var skapaður. Matt. 19:4.
Kristur gaf fordæmið sem fylgja 1. Pét. 2:21; Hebr. 10:7;
verður þegar Guði er þjónað. Jóh. 4:34; 6:38.
Niðurdýfingarskírn er til Mark 1:9, 10; Jóh. 3:23;
merkis um að menn hafi Post. 19:4, 5.
vígt sig Guði.
Kristnir menn vitna með gleði Rómv. 10:10; Hebr.
opinberlega um biblíuleg 13:15; Jes. 43:10-12.
sannindi.
[Mynd á bls. 12]
JÖRÐIN . . . sköpunarverk Jehóva . . . í umsjón mannsins . . . byggð að eilífu.