Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • lr kafli 12 bls. 67-71
  • Jesús kennir okkur að biðja

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Jesús kennir okkur að biðja
  • Lærum af kennaranum mikla
  • Svipað efni
  • Bænin hjálpar þér að nálgast Guð
    Von um bjarta framtíð – biblíunámskeið
  • Hvernig nálgast má Guð í bæn
    Hvers krefst Guð af okkur?
  • Hvernig bænin getur hjálpað okkur
    Þú getur lifað að eilífu í paradís á jörð
  • Metum bænina að verðleikum
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2022
Sjá meira
Lærum af kennaranum mikla
lr kafli 12 bls. 67-71

12. KAFLI

Jesús kennir okkur að biðja

TALAR þú við Jehóva Guð? — Hann vill að þú talir við sig. Það er kallað bæn að tala við Guð. Jesús talaði oft við föður sinn á himnum. Stundum vildi hann vera einn þegar hann talaði við Guð. Biblían segir að hann hafi einu sinni ,farið upp á fjall til að biðjast fyrir í einrúmi. Þegar kvöld var komið var hann þar einn.‘ — Matteus 14:23.

Hvenær gætir þú beðið til Jehóva í einrúmi? — Kannski áður en þú ferð að sofa. Jesús sagði: ,Þegar þú biðst fyrir skaltu fara inn í herbergi þitt, loka dyrunum og biðja til föður þíns.‘ (Matteus 6:6) Biður þú á hverju kvöldi til Jehóva áður en þú ferð að sofa? — Þú ættir að gera það.

Jesús baðst fyrir þegar hann var einn . . . og þegar hann var með öðrum.

Jesús bað einnig til Guðs þegar aðrir voru með honum. Þegar Lasarus, vinur hans, dó baðst hann fyrir ásamt öðrum þar sem Lasarus hafði verið lagður. (Jóhannes 11:41, 42) Jesús fór líka með bæn þegar hann hélt samkomur með lærisveinunum. Ferð þú á samkomur þar sem farið er með bænir? — Venjulega fer einhver fullorðinn með bæn á samkomunum. Hlustaðu vel á það sem hann segir af því að hann talar við Guð fyrir þína hönd. Þá geturðu sagt „amen“ þegar bænin er búin. Veistu hvað það þýðir að segja „amen“ eftir bæn? — Það þýðir að þér finnist bænin góð og að þú sért sammála henni og viljir að hún verði líka bænin þín.

Hvers vegna ættirðu að hlusta vel á bænir á samkomum?

Jesús baðst líka fyrir áður en hann borðaði. Hann þakkaði Jehóva fyrir matinn. Ferð þú alltaf með bæn áður en þú borðar? — Það er gott fyrir okkur að þakka Jehóva fyrir matinn áður en við byrjum að borða. Þegar við borðum með öðrum fer kannski einhver annar með bæn. En hvað ættum við að gera ef við borðum ein eða með fólki sem þakkar Jehóva ekki fyrir matinn? — Þá ættum við að fara sjálf með bæn.

Þurfum við alltaf að biðja upphátt? Eða getur Jehóva heyrt bæn sem við förum með í hljóði? — Frásagan af Nehemía svarar þessari spurningu. Hann tilbað Jehóva og vann í höll Artahsasta Persakonungs. Dag einn varð hann mjög sorgmæddur af því að hann frétti að múrar Jerúsalem, höfuðborgar Ísraels, væru brotnir.

Hvenær geturðu beðið í hljóði eins og Nehemía?

Þegar konungurinn spurði Nehemía hvers vegna hann væri sorgmæddur þá fór Nehemía fyrst með bæn í hljóði. Síðan sagði hann konunginum af hverju hann væri sorgmæddur og spurði svo hvort hann mætti fara til Jerúsalem til að endurreisa múrana. Hvað gerðist næst? —

Guð bænheyrði Nehemía og konungurinn leyfði honum að fara! Hann gaf honum meira að segja mikið af timbri til að reisa múrana. Guð getur því heyrt bænir okkar jafnvel þótt þær séu sagðar í hljóði. — Nehemíabók 1:2, 3; 2:4-8.

En ættirðu að lúta höfði þegar þú biður? Ættirðu jafnvel að krjúpa? Hvað heldurðu? — Jesús kraup stundum þegar hann baðst fyrir en stundum bað hann standandi. Stöku sinnum leit hann líka upp til himins þegar hann fór með bæn eins og hann gerði þegar hann bað fyrir Lasarusi.

Hvað lærum við af þessu? — Já, við lærum að það skiptir ekki mestu máli í hvaða stellingu við erum þegar við biðjum. Það getur stundum verið gott að lúta höfði og loka augunum, eða jafnvel krjúpa eins og Jesús gerði. En mundu að við getum beðið til Guðs hvenær sem er og að hann hlustar á okkur bæði að degi og nóttu. Það sem skiptir máli er að trúa því að Jehóva hlusti á bænir okkar. Trúir þú að Jehóva heyri bænir þínar? —

Hvað geturðu sagt við Guð í bæn?

Hvað ættum við að segja í bænum okkar til Jehóva? — Segðu mér eitt: Um hvað talar þú við Guð í bænum þínum? — Fáum við ekki mjög margt gott frá Jehóva sem við ættum að þakka honum fyrir? — Við getum þakkað honum fyrir matinn sem við fáum að borða. En hefur þú einhvern tíma þakkað honum fyrir bláa himininn, græna grasið eða fallegu blómin? — Hann skapaði þetta allt.

Lærisveinar Jesú báðu hann einu sinni um að kenna sér að biðja. Kennarinn mikli gerði það og sagði þeim líka um hvað væri mikilvægast að biðja. Veistu hvað hann sagði þeim? — Náðu í biblíuna þína og flettu upp á 6. kafla í Matteusi. Í versi 9 til 13 er bæn sem margir kalla faðirvorið. Við skulum lesa hana saman.

Þarna sjáum við að Jesús sagði okkur að tala við Guð um nafn hans. Við ættum að biðja þess að nafn Guðs helgist og verði virt sem heilagt. Hvað heitir Guð? — Já, hann heitir Jehóva og okkur ætti að þykja mjög vænt um nafn hans.

Í öðru lagi kenndi Jesús okkur að biðja um að ríki Guðs komi. Guðsríki er mikilvægt af því að það færir frið á jörð og gerir hana að paradís.

Í þriðja lagi sagði kennarinn mikli að við ættum að biðja um að vilji Guðs nái fram að ganga á jörðinni eins og á himni. Ef við gerum það að bænarefni verðum við auðvitað líka að gera vilja Guðs.

Síðan kenndi Jesús okkur að biðja Guð að gefa okkur mat fyrir hvern dag. Hann sagði okkur líka að við ættum að segja Guði að við sæjum eftir því ranga sem við höfum gert. Við skulum líka biðja Guð að fyrirgefa okkur. En til þess að hann fyrirgefi okkur verðum við fyrst að fyrirgefa þeim sem hafa gert okkur eitthvað. Átt þú auðvelt með að fyrirgefa? —

Að lokum sagði Jesús að við ættum að biðja Jehóva Guð um að vernda okkur fyrir hinum vonda, Satan djöflinum. Það er gott að gera allt þetta að bænarefni.

Við verðum að trúa því að Jehóva heyri bænir okkar. Auk þess að biðja hann um að hjálpa okkur ættum við að þakka honum oft fyrir allt sem hann gefur okkur. Það gleður hann þegar við meinum það sem við segjum í bæn og bænarefni okkar er viðeigandi. Þá mun hann heyra bænir okkar. Trúirðu því? —

Fleiri ráðleggingar um bænir er að finna í Rómverjabréfinu 12:12; 1. Pétursbréfi 3:12 og 1. Jóhannesarbréfi 5:14.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila