Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • lr kafli 21 bls. 112-116
  • Er rétt að monta sig?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Er rétt að monta sig?
  • Lærum af kennaranum mikla
  • Svipað efni
  • Nauðsyn bænar og auðmýktar
    Mesta mikilmenni sem lifað hefur
  • „Varist súrdeig farísea“
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2012
Lærum af kennaranum mikla
lr kafli 21 bls. 112-116

21. KAFLI

Er rétt að monta sig?

HVAÐ þýðir það að monta sig? Veistu það? — Tökum dæmi. Hefurðu einhvern tíma reynt að gera eitthvað sem þú kannt ekki mjög vel eins og til dæmis að sparka fótbolta eða sippa? — Sagði einhver þá: „Ha! Ha! Ha! Ég kann þetta betur en þú“? — Þá var hann að monta sig.

Hvernig líður þér þegar aðrir monta sig? Finnst þér það gaman? — Hvernig heldurðu þá að öðrum líði ef þú montar þig? — Er fallegt að segja við aðra: „Ég er betri en þú“? — Heldurðu að Jehóva líki við fólk sem segir svona? —

Kennarinn mikli þekkti menn sem töldu sig vera betri en aðrir. Þeir montuðu sig og litu niður á alla aðra. Þess vegna sagði Jesús þeim sögu til að sýna fram á að það væri rangt að monta sig. Við skulum hlusta á söguna.

Sagan fjallar um farísea og tollheimtumann. Farísear stunduðu trúfræðslu og hegðuðu sér oft eins og þeir væru réttlátari eða heilagri en aðrir. Faríseinn í sögu Jesú fór í musteri Guðs í Jerúsalem til að biðjast fyrir.

Hvers vegna var Jehóva ánægður með tollheimtumanninn en ekki faríseann?

Jesús sagði að tollheimtumaður hafi líka farið í musterið til að biðja. Flestum var illa við tollheimtumenn. Þeim fannst tollheimtumenn vera að reyna að svindla á sér, enda voru margir tollheimtumenn óheiðarlegir.

Í musterinu fór faríseinn að biðja til Guðs og sagði: ,Guð, ég þakka þér fyrir að ég er ekki syndari eins og aðrir. Ég svindla hvorki á fólki né geri annað slæmt. Ég er ekki eins og þessi tollheimtumaður. Ég er réttlátur maður. Ég sleppi því að borða tvo daga í viku svo að ég hafi meiri tíma til að hugsa um þig og gef musterinu tíund af öllu sem ég fæ.‘ Faríseanum fannst hann greinilega miklu betri en aðrir og hann sagði Guði það líka.

En tollheimtumaðurinn var ekki eins og faríseinn. Hann vildi ekki einu sinni horfa til himins þegar hann baðst fyrir. Hann stóð langt frá og laut höfði. Hann var mjög dapur vegna synda sinna og barði sér á brjóst. Hann reyndi ekki að segja Guði hversu góður hann væri heldur bað hann: ,Hjálpaðu mér, Guð, því að ég er syndugur.‘

Hvorum þessara manna heldurðu að Guð hafi haft velþóknun á? Faríseanum sem fannst hann vera svo góður? Eða tollheimtumanninum sem var dapur vegna synda sinna? —

Jesús sagði að Guð hefði velþóknun á tollheimtumanninum. Af hverju? Jesús útskýrði það og sagði: ,Hver sem reynir að sýnast betri en aðrir verður auðmýktur. En sá sem er auðmjúkur verður upphafinn.‘ — Lúkas 18:9-14.

Hvað var Jesús að kenna með þessari sögu? — Hann var að kenna að það er rangt að halda að maður sé betri en aðrir. Við segjum kannski ekki að okkur finnist við vera betri en aðrir, en við gætum samt hegðað okkur eins og okkur finnist það. Hefurðu einhvern tíma hegðað þér þannig? — Skoðum frásögu af Pétri postula.

Jesús sagði postulunum að þeir myndu allir yfirgefa hann þegar hann yrði handtekinn. En Pétur montaði sig og sagði: ,Þó að allir aðrir yfirgefi þig þá mun ég aldrei gera það.‘ En Pétur hafði rangt fyrir sér. Hann var of góður með sig. Hann yfirgaf Jesú líka. En hann sneri við eins og við lærum seinna í kafla 30. — Matteus 26:31-33.

Tökum dæmi úr nútímanum. Segjum að þú og bekkjarfélagi þinn séuð spurðir einhverrar spurningar í skólanum. Ef til vill getur þú svarað strax en hinn ekki. Auðvitað finnst þér gaman að vita svarið. En væri fallegt af þér að bera þig saman við þann sem er seinn að svara? — Er allt í lagi að reyna að upphefja sjálfan sig með því að gera lítið úr öðrum? —

Faríseinn gerði það. Hann montaði sig af því að vera betri en tollheimtumaðurinn. En kennarinn mikli sagði að faríseinn hefði haft rangt fyrir sér. Auðvitað geta sumir gert ýmislegt betur en aðrir. Það þýðir samt ekki að þeir séu betri manneskjur.

Ertu betri manneskja ef þú veist meira en einhver annar?

En höfum við ástæðu til að monta okkur ef við vitum meira en einhver annar? — Hugleiðum málið aðeins. Bjuggum við til heilann í okkur? — Nei, það er Guð sem gefur öllum heila. Auk þess hafa aðrir kennt okkur næstum allt sem við vitum. Sumt lesum við kannski í bókum eða heyrum aðra segja frá því. Jafnvel þótt við kæmumst að einhverju sjálf, hvernig færum við þá að því? — Já, með því að nota heilann sem Guð gaf okkur.

Það væri fallegt af þér að segja eitthvað hvetjandi við þann sem er að gera sitt besta. Segðu honum að þér hafi fundist hann standa sig vel. Þú gætir jafnvel hjálpað honum að bæta sig. Myndirðu ekki vilja að aðrir hjálpuðu þér þannig? —

Af hverju eigum við ekki að monta okkur þó að við séum sterkari en aðrir?

Sumir eru sterkari en aðrir. Segjum til dæmis að þú sért sterkari en bróðir þinn eða systir. Gæfi það þér ástæðu til að monta þig? — Nei, alls ekki. Við verðum sterk af matnum sem við borðum. Auk þess er það Guð sem gefur okkur sólskinið og rigninguna og allt annað sem þarf til að grænmeti og ávextir vaxi. Það er því Guði að þakka að við erum sterk. — Postulasagan 14:16, 17.

Engum finnst gaman að hlusta á aðra monta sig, er það nokkuð? — Munum eftir orðum Jesú: ,Það sem þið viljið að aðrir geri ykkur það skulið þið gera þeim.‘ Ef við gerum það verðum við aldrei eins og stolti faríseinn í sögunni sem kennarinn mikli sagði. — Lúkas 6:31.

Einu sinni var maður sem kallaði Jesú góðan. Sagði kennarinn mikli þá: „Já, ég er góður“? — Nei það gerði hann ekki. Hann sagði: „Enginn er góður nema Guð einn.“ (Markús 10:18) Jafnvel þó að kennarinn mikli hafi verið fullkominn þá upphóf hann ekki sjálfan sig. Hann gaf Jehóva, föður sínum, allan heiðurinn.

Getum við gert það líka? — Já, við getum upphafið skapara okkar, Jehóva Guð. Þegar við sjáum fallegt sólsetur eða annað undur í náttúrunni getum við sagt: „Jehóva Guð skapaði þetta.“ Við skulum alltaf vera tilbúin til að tala um það stórkostlega sem Jehóva hefur þegar gert og það sem hann mun gera í framtíðinni.

Hvern er þessi strákur að upphefja?

Lestu hvað Biblían segir um það að vera montinn og upphefja sjálfan sig, og lærðu hvernig við ættum að forðast það: Orðskviðirnir 16:5, 18; Jeremía 9:23, 24; 1. Korintubréf 4:7.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila