Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • lr kafli 33 bls. 172-176
  • Jesús getur verndað okkur

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Jesús getur verndað okkur
  • Lærum af kennaranum mikla
  • Svipað efni
  • Ákjósanlegur stjórnandi
    Mesta mikilmenni sem lifað hefur
  • Skipreka á eyju
    Biblíusögubókin mín
  • Stormurinn hlýðir honum
    Mesta mikilmenni sem lifað hefur
  • Jesús mettar mannfjölda
    Biblíusögubókin mín
Sjá meira
Lærum af kennaranum mikla
lr kafli 33 bls. 172-176

33. KAFLI

Jesús getur verndað okkur

Hvernig líturðu á Jesú — sem voldugan konung eða ósjálfbjarga ungbarn?

JEHÓVA verndaði Jesú þegar hann var lítill, eins og við lærðum í síðasta kafla. Heldurðu að Jesús hafi beðið til Jehóva og þakkað honum þegar hann fékk að vita þetta? — Hvað heldurðu að hann hafi sagt við Maríu og Jósef þegar hann komst að raun um að þau höfðu bjargað lífi hans með því að fara með hann til Egyptalands? —

Jesús er auðvitað ekki barn lengur. Hann býr ekki einu sinni á jörðinni eins og hann gerði áður. En hefurðu tekið eftir því að sumir hugsa bara um hann sem lítið barn í jötu? — Um jólaleytið sjáum við til dæmis oft myndir sem eiga að sýna Jesú þegar hann var barn.

Trúirðu að Jesús sé lifandi þótt hann búi ekki lengur á jörðinni? — Já, hann var reistur upp frá dauðum og núna er hann voldugur konungur á himnum. Hvernig heldurðu að hann geti verndað þá sem þjóna honum? — Þegar hann var á jörðinni sýndi hann hvernig hann gat verndað þá sem elskuðu hann. Við skulum athuga hvernig hann fór einu sinni að því þegar hann var á báti með lærisveinunum.

Þetta gerist seinni hluta dags. Jesús er búinn að kenna allan daginn við Galíleuvatn sem er stórt stöðuvatn, um það bil 20 kílómetra langt og 12 kílómetra breitt. Hann segir við lærisveinana: ,Förum yfir vatnið.‘ Þeir fara um borð í bátinn og sigla af stað. Jesús er mjög þreyttur svo að hann leggst á kodda aftur í skut bátsins. Fljótlega steinsofnar hann.

Hvað er Jesús að segja við vindinn og öldurnar?

Lærisveinarnir vaka og stýra bátnum. Í fyrstu gengur allt vel en síðan fer að hvessa. Vindurinn verður sífellt hvassari og öldurnar hærri og hærri. Vatnið skvettist inn í bátinn svo að við liggur að hann fyllist.

Lærisveinarnir eru hræddir um að báturinn sökkvi. En Jesús er ekkert hræddur. Hann sefur í skutnum. Lærisveinarnir vekja hann að lokum og segja: ,Kennari, kennari, bjargaðu okkur áður en við deyjum í óveðrinu.‘ Þá stendur Jesús á fætur og hrópar á vindinn og öldurnar. Hann segir: „Þegi þú, haf hljótt um þig!“

Samstundis lygnir og vatnið verður stillt. Lærisveinarnir verða steinhissa. Þeir hafa aldrei áður séð neitt þessu líkt. Þeir segja hver við annan: „Hver er þessi? Hann skipar bæði vindum og vatni og hvort tveggja hlýðir honum.“ — Lúkas 8:22-25; Markús 4:35-41.

Veist þú hver Jesús er? — Veistu hvaðan hann fær kraft sinn? — Lærisveinarnir hefðu ekki þurft að vera hræddir á meðan Jesús var með þeim, því að hann var enginn venjulegur maður. Hann gat gert margt stórkostlegt sem enginn annar maður gat gert. Ég skal segja þér frá öðru sem hann gerði þegar stormur var á Galíleuvatni.

Þetta gerist nokkrum dögum seinna. Það er komið kvöld og Jesús segir lærisveinunum að fara um borð í bátinn og leggja af stað á undan sér yfir vatnið. Síðan fer hann einn upp á fjallið. Þar getur hann beðið til föður síns, Jehóva Guðs, í ró og næði.

Lærisveinarnir fara um borð í bátinn og leggja af stað yfir vatnið. En fljótlega fer að hvessa. Vindurinn færist sífellt í aukana og það er komið fram á nótt. Mennirnir fella seglið og fara að róa. En þeim miðar hægt áfram því að vindurinn blæs á móti þeim. Báturinn kastast til í öldunum og vatnið skvettist inn í bátinn. Mennirnir leggja hart að sér til að komast yfir vatnið en þeir geta það ekki.

Jesús er enn þá einn á fjallinu. Hann hefur verið þar lengi. En núna sér hann að lærisveinarnir eru í hættu staddir í ölduganginum. Hann fer því ofan af fjallinu og gengur niður að vatninu. Hann vill hjálpa lærisveinunum og þess vegna gengur hann til þeirra á vatninu.

Hvað myndi gerast ef þú reyndir að ganga á vatni? — Þú myndir sökkva og þú gætir drukknað. En Jesús er ekki eins og við. Hann hefur sérstakan kraft. Hann þarf að ganga lengi til að komast að bátnum. Það er því komið fram undir morgun þegar lærisveinarnir sjá Jesú ganga í átt til þeirra á vatninu. Þeir trúa ekki sínum eigin augum. Þeir eru mjög hræddir og æpa af hræðslu. Þá segir Jesús við þá: „Verið hughraustir, það er ég, verið óhræddir.“

Af hverju vann Jesús kraftaverk?

Vindinn lægir um leið og Jesús kemur um borð í bátinn. Lærisveinarnir verða aftur yfir sig undrandi. Þeir falla fram fyrir Jesú og segja: „Sannarlega ert þú sonur Guðs.“ — Matteus 14:22-33; Jóhannes 6:16-21.

Ætli það hafi ekki verið gaman að vera uppi á þessum tíma og sjá Jesú vinna kraftaverk? — Veistu af hverju Jesús gerði þessi kraftaverk? — Hann gerði þau af því að honum þótti vænt um lærisveinana og hann vildi hjálpa þeim. En hann gerði þau líka til að sýna kraftinn sem hann bjó yfir og hann ætlaði nota í framtíðinni sem konungur Guðsríkis.

Hvernig verndar Jesús fylgjendur sína nú á dögum?

Nú á dögum notar Jesús kraft sinn oft til að vernda fylgjendur sína því að Satan reynir að koma í veg fyrir að þeir segi öðrum frá ríki Guðs. En Jesús notar ekki kraftinn til að lækna lærisveina sína eða til að koma í veg fyrir að þeir veikist. Postular Jesú dóu meira að segja allir að lokum. Jakob bróðir Jóhannesar var líflátinn og Jóhannes sjálfur var settur í fangelsi. — Postulasagan 12:2; Opinberunarbókin 1:9.

Það er eins nú á dögum. Allir geta veikst og dáið, hvort sem þeir þjóna Jehóva eða ekki. En bráðlega breytist það þegar Jesús stjórnar sem konungur í Guðsríki. Þá þarf enginn að vera hræddur því að Jesús mun nota kraft sinn til að blessa alla sem hlýða honum. — Jesaja 9:6, 7.

Eftirfarandi ritningarstaðir sýna máttinn sem Jesús býr yfir og mun nota þegar hann er konungur í Guðsríki: Daníel 7:13, 14; Matteus 28:18; Efesusbréfið 1:20-22.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila