Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • lr kafli 48 bls. 250-256
  • Þú getur búið í friðsælum nýjum heimi Guðs

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Þú getur búið í friðsælum nýjum heimi Guðs
  • Lærum af kennaranum mikla
  • Svipað efni
  • Eilíft líf er ekki bara draumur
    Þú getur lifað að eilífu í paradís á jörð
  • Hvernig er hægt að fá eilíft líf?
    Biblíuspurningar og svör
  • Líf í friðsömum nýjum heimi
    Líf í friðsömum nýjum heimi
  • Bráðum kemur paradís!
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (almenn útgáfa) – 2021
Sjá meira
Lærum af kennaranum mikla
lr kafli 48 bls. 250-256

48. KAFLI

Þú getur búið í friðsælum nýjum heimi Guðs

GUÐ gaf Adam og Evu Edengarðinn til að búa í. Þótt þau hafi óhlýðnast og dáið gaf Guð börnum þeirra, þar á meðal okkur, tækifæri til að lifa að eilífu í paradís. Biblían lofar: „Hinir réttlátu fá landið til eignar og búa í því um aldur.“ — Sálmur 37:29.

Biblían talar um „nýjan himin og nýja jörð“. (Jesaja 65:17; 2. Pétursbréf 3:13) Núverandi ,himinn‘ er stjórnir manna en ,nýi himinninn‘ verður myndaður af Jesú Kristi og þeim sem stjórna með honum á himnum. Þetta er réttlát stjórn Guðs sem kemur á friði á jörðinni. Það verður dásamlegt þegar nýi himinninn ríkir yfir allri jörðinni.

En hvað er þá ,nýja jörðin‘? — Hún táknar gott fólk sem elskar Jehóva. Þegar Biblían talar um ,jörðina‘ á hún stundum við fólkið, sem býr á henni, en ekki jörðina sjálfa. (1. Mósebók 11:1; Sálmur 66:4; 96:1) Fólkið, sem myndar nýju jörðina, mun því búa hér á jörðinni.

Þá verður heimur óguðlegra manna ekki til lengur. Mundu að heimur óguðlegra manna fórst í flóðinu á dögum Nóa. Hinum núverandi illa heimi verður eytt í Harmagedónstríðinu eins og við höfum lesið um. Við skulum athuga hvernig lífið verður í nýjum heimi Guðs eftir Harmagedón.

Langar þig að lifa að eilífu í paradís í friðsælum nýjum heimi Guðs? — Enginn læknir getur gert okkur mögulegt að lifa að eilífu og engin lyf geta komið í veg fyrir að við deyjum. Eina leiðin til að öðlast eilíft líf er að nálægja sig Guði. Kennarinn mikli segir okkur hvernig við getum gert það.

Flettum upp á Jóhannesi 17:3 í Biblíunni. Þar getum við lesið orð kennarans mikla: „Það er hið eilífa líf að þekkja þig, hinn eina sanna Guð, og þann sem þú sendir, Jesú Krist.“

Hvað sagði Jesús að við þyrftum að gera til að fá að lifa að eilífu? — Við þurfum að byrja á því að fræðast um Jehóva, himneskan föður okkar, og son hans sem fórnaði lífi sínu fyrir okkur. Það þýðir að við þurfum að kynna okkur Biblíuna vel. Þessi bók, Lærum af kennaranum mikla, hjálpar okkur til þess.

Hvernig getur þekking á Jehóva gert okkur kleift að lifa að eilífu? — Við verðum að læra daglega um Jehóva alveg eins og við þurfum að borða á hverjum degi. Biblían segir: „Eigi lifir maðurinn á einu saman brauði, heldur á hverju því orði, sem fram gengur af Guðs munni.“ — Matteus 4:4.

Við þurfum líka að fræðast um Jesú Krist af því að Guð sendi hann til að afmá syndir okkar. Biblían segir: „Ekki er hjálpræðið í neinum öðrum.“ Hún segir líka: „Sá sem trúir á soninn, hefur eilíft líf.“ (Postulasagan 4:12; Jóhannes 3:36) Trúum við einlæglega á Jesú og gerum við okkur grein fyrir að við getum ekki lifað að eilífu án hans? — Ef við gerum það munum við halda áfram að læra af kennaranum mikla á hverjum degi og fara eftir því sem hann segir.

Ein góð leið til að læra af kennaranum mikla er að lesa þessa bók aftur og aftur, skoða myndirnar og hugsa um þær. Reyndu að svara spurningunum við myndirnar. Lestu bókina líka með mömmu þinni eða pabba. Ef foreldrar þínir eru ekki hjá þér geturðu lesið hana með einhverjum öðrum fullorðnum eða öðrum börnum. Væri ekki gaman að geta hjálpað öðrum að læra af kennaranum mikla hvað þeir þurfa að gera til að fá að lifa að eilífu í nýjum heimi Guðs? —

„Heimurinn fyrirferst,“ segir í Biblíunni. En síðan er útskýrt hvað við þurfum að gera til að fá að lifa að eilífu í nýjum heimi Guðs. Biblían segir: „Sá, sem gjörir Guðs vilja, varir að eilífu.“ (1. Jóhannesarbréf 2:17) Hvernig getum við þá fengið að búa í nýjum heimi Guðs? — Já, með því að fræðast um Jehóva og ástkæran son hans, Jesú Krist. En við þurfum líka að fara eftir því sem við lærum. Vonandi mun þessi bók hjálpa þér til þess.

Í Jesaja 11:6-9 og 65:25 geturðu lesið að dýrin muni búa saman í friði. Skoðaðu myndina. Þarna er lamb, kiðlingur, hlébarði, kálfur, stórt ljón og það eru börn hjá þeim. Þekkirðu fleiri dýr sem Biblían talar um og eru hérna á myndinni? — Sjáðu strákinn sem er að leika sér að snáknum. Enginn þarf að vera hræddur í nýja heiminum. (Hósea 2:18) Finnst þér það ekki frábært? —

Sjáðu friðinn sem ríkir meðal fólks af ólíkum kynþáttum. Það elskar hvert annað, alveg eins og Jesús sagði að lærisveinar sínir myndu gera. (Jóhannes 13:34, 35) Það er verið að breyta stríðsvopnum í verkfæri til að yrkja jörðina. Biblían segir frá þeim dásamlega friði og öryggi sem fólk mun njóta í nýjum heimi Guðs. Við getum lesið um það í Sálmi 72:7; Jesaja 2:4; 32:16-18 og Esekíel 34:25.

Sjáðu fólkið á myndinni. Það ræktar jörðina og gerir hana fallega. Taktu eftir fallega húsinu sem það er að byggja og öllum girnilegu ávöxtunum og grænmetinu. Fólkið fer vel með jörðina þannig að hún er orðin að paradís eins og Edengarðurinn var. Við getum lesið um þessa dásamlegu framtíð í Sálmi 67:7; 72:16; Jesaja 25:6; 65:21-24 og Esekíel 36:35.

Eins og þú sérð eru allir hraustir og hamingjusamir. Fólkið getur stokkið eins og hjörturinn. Enginn er lamaður, blindur eða veikur. Sjáðu líka fólkið sem hefur verið reist upp frá dauðum! Biblían segir frá þessu í Jesaja 25:8; 33:24; 35:5, 6; Postulasögunni 24:15 og Opinberunarbókinni 21:3, 4.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila