Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • yp2 kafli 27 bls. 225-230
  • Af hverju finnst mér allt sem ég geri þurfa að vera fullkomið?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Af hverju finnst mér allt sem ég geri þurfa að vera fullkomið?
  • Spurningar unga fólksins — svör sem duga, 2. bindi
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • Að berjast við fullkomnunaráráttu
  • Er ég með fullkomnunaráráttu?
    Ungt fólk spyr
  • Hvernig get ég sigrast á fullkomnunaráráttunni?
    Vaknið! – 2004
  • Hvers vegna finnst mér ég þurfa að vera fullkominn?
    Vaknið! – 2003
  • Af hverju þarf að sigrast á fullkomnunaráráttu?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2000
Sjá meira
Spurningar unga fólksins — svör sem duga, 2. bindi
yp2 kafli 27 bls. 225-230

KAFLI 27

Af hverju finnst mér allt sem ég geri þurfa að vera fullkomið?

Kemstu í uppnám ef þú færð ekki hæstu einkunn á prófi?

□ Já

□ Nei

Finnst þér þú algerlega misheppnuð manneskja þegar einhver gagnrýnir þig?

□ Já

□ Nei

Finnst þér erfitt að eignast vini og halda þeim vegna þess að enginn virðist standast kröfur þínar?

□ Já

□ Nei

EF ÞÚ svaraðir einni eða fleiri af spurningunum hér á undan játandi gætirðu verið með fullkomnunaráráttu. En hvað er að því að vilja gera hlutina rétt? spyrðu kannski. Það er auðvitað ekkert að því. Í Biblíunni er þeim manni hrósað sem er ,fær í verki sínu‘. (Orðskviðirnir 22:29) En þeim sem er með fullkomnunaráráttu hættir til að fara út í öfgar.

Til dæmis viðurkennir Jason sem er 19 ára: „Á lokaárinu í skóla fannst mér ég ekki vera góður nemandi nema ég fengi hæstu einkunn á prófi. Ég spilaði líka á píanó og mér fannst ég þurfa að spila eins og konsertpíanóleikari.“

Fullkomnunarárátta gæti jafnvel hindrað mann í þjónustunni við Jehóva. Hugleiðum hvað gæti gerst hjá unglingi sem á stöðugt að vera öðrum til fyrirmyndar. Þar sem hann er alltaf í sviðsljósinu gæti honum fundist eins og hann sé að dansa línudans og allir fylgist vandlega með hverju skrefi sem hann tekur. Að sjálfsögðu hafa allir þjónar Guðs, jafnt ungir sem aldnir, gagn af góðum fyrirmyndum í söfnuðinum. En það að halda í fullkomna ímynd gæti dregið úr gleði unglingsins í þjónustunni við Guð. Ef það gerist þarf unglingurinn að fá hjálp. En hann biður kannski ekki um hana, því að hann er hræddur um að valda þeim vonbrigðum sem líta upp til hans. Hann gæti jafnvel freistast til að gefast alveg upp og hugsa með sér: Ef ég get ekki staðið undir þessari fullkomnu ímynd, hvers vegna ætti ég þá einu sinni að reyna?

Að berjast við fullkomnunaráráttu

Þeir sem eru með fullkomnunaráráttu eru haldnir þeirri ranghugmynd að mistök ættu aldrei að eiga sér stað. En þetta er í raun mjög óheilbrigt sjónarmið. Í Biblíunni segir einfaldlega: „Allir hafa syndgað og skortir Guðs dýrð.“ (Rómverjabréfið 3:23) Það getur því ekkert okkar verið fullkomið að öllu leyti. Að halda að maður geti gert allt fullkomlega er í raun jafn fjarstæðukennt og að halda að maður geti stokkið upp og flogið. Óháð því hve staðfastlega maður trúir því, þá mun það bara ekki gerast.

Hvernig geturðu komið í veg fyrir að fullkomnunaráráttan stjórni lífi þínu? Reyndu eftirfarandi:

Skilgreindu upp á nýtt hvað sé „góður árangur“. Ertu að slíta þér út til að reyna að vera best(ur)? Í Biblíunni er gefið í skyn að slík viðleitni geti orðið eins og „eftirsókn eftir vindi“. (Prédikarinn 4:4) Það eru í raun mjög fáir sem ná því að vera „bestir“ í einhverju. Og þótt það takist er það bara tímaspursmál hvenær einhver annar nær betri árangri. Góður árangur felst í því að þú gerir þitt besta en ekki að þú skarir fram úr einhverjum öðrum. — Galatabréfið 6:4.

Vertu raunsæ(r). Væntingar þínar ættu ekki að fara fram úr getu þinni og takmörkunum. Ef þú setur markið of hátt gæti það verið merki um hroka — jafnvel sjálfselsku. Páll postuli gefur okkur þetta góða ráð: „Enginn hugsi hærra um sjálfan sig en hugsa ber.“ (Rómverjabréfið 12:3) Vertu því raunsæ(r). Endurskoðaðu væntingar þínar. Reyndu að gera þitt besta en ekki að vera fullkomin(n).

Slakaðu á! Prófaðu að gera eitthvað sem þú ert ekki góð(ur) í, eins og að spila á hljóðfæri. Þú átt örugglega eftir að gera mörg mistök. En reyndu að horfa á mistök þín í öðru ljósi. Í Biblíunni segir: „Að hlæja hefur sinn tíma.“ (Prédikarinn 3:4) Reyndu því að slaka aðeins á og taka hlutina ekki of alvarlega. Það hjálpar þér að skilja að mistök eru bara eðlilegur hluti af því að þroskast og læra. Það verður örugglega erfitt fyrir þig að sætta þig við það að þú gerir ekki allt fullkomlega. En reyndu að leggja þig fram um að ýta neikvæðum og gagnrýnum hugsunum til hliðar.

Mundu alltaf að Jehóva fer ekki fram á að við séum fullkomin; hann fer bara fram á að við séum honum trúföst. (1. Korintubréf 4:2) Ef þú kappkostar að sýna trúfesti geturðu verið ánægð(ur) með sjálfa(n) þig — jafnvel þótt þú sért ekki fullkomin(n).

Í NÆSTA KAFLA

Samkynhneigð er almennt viðurkennd nú á dögum. Hvernig geturðu forðast slíkt líferni? Hvað ef þú laðast að fólki af sama kyni og þú?

[Mynd á bls. 230]

„Enginn réttlátur maður er til á jörðinni sem gert hefur gott eitt og aldrei syndgað.“ — Prédikarinn 7:20.

RÁÐ

Hugsaðu um eitthvað sem þú hefur slegið á frest, aðeins vegna þess að þú óttast að geta ekki gert það fullkomlega. Ákveddu síðan hvenær þú ætlar að klára það.

VISSIR ÞÚ . . .?

Jehóva er fullkominn en hann er ekki með fullkomnunaráráttu þegar hann hefur samskipti við ófullkomna menn. Hann gerir hvorki ósanngjarnar né óraunhæfar kröfur til okkar.

HVAÐ ÆTLA ÉG AÐ GERA?

Þegar ég verð allt of sjálfsgagnrýnin(n) ætla ég að ․․․․․

Þegar ég verð allt of gagnrýnin(n) á aðra ætla ég að ․․․․․

Það sem mig langar til að spyrja foreldra mína um ․․․․․

HVAÐ FINNST ÞÉR?

● Á hvaða sviðum lífsins áttu það til að setja þér óraunhæf markmið?

● Hvaða ritningarstaðir í Biblíunni finnst þér sýna skýrt að Jehóva fer ekki fram á að þjónar hans séu fullkomnir?

● Af hverju gætu aðrir forðast þig ef þú ert með fullkomnunaráráttu?

● Hvernig ætlarðu að takast á við mistök þín í framtíðinni?

[Innskot á bls. 226]

„Að gera sitt besta og að vera með fullkomnunaráráttu er tvennt ólíkt; annað er raunhæft en hitt ekki.“— Megan

[Mynd á bls. 228]

Fullkomnunarárátta og vinátta

Hefurðu útilokað fólk vegna þess að þér fannst það ekki samboðið þér? Eða hefur gott fólk forðast að vingast við þig vegna þess að þú virðist gera of miklar kröfur? Við fáum þetta ráð í Biblíunni: „Vertu ekki um of réttlátur og stærðu þig ekki af speki, hví vilt þú tortíma sjálfum þér?“ (Prédikarinn 7:16) Sá sem er með fullkomnunaráráttu gæti verið einmana vegna þess að hann ýtir frá sér fólki sem annars myndi njóta félagsskapar hans. „Það vill enginn umgangast fólk sem lítur niður á mann,“ segir stelpa að nafni Amber, „og ég hef séð fólk með fullkomnunaráráttu missa góða vini út af smávægilegum hlutum.“

[Mynd á bls. 229]

Það er jafn vonlaust að reyna að vera fullkominn og að reyna að fljúga.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila