Söngur 13
Þakkarbæn
1. Heilagan Jehóva hyllum við öll,
hátign og veldi þitt um víðan völl.
Heitin þú efnir og heyrir mál brýn,
hold allt á jörðinni leita má þín.
Fyrirgef, Jehóva, flónsku og synd,
fallið hold okkar nær ei þinni mynd.
Keypt fyrir sonarins sýknandi blóð,
safnast til fræðslu þín þakkláta þjóð.
2. Í þínum forgörðum fræðslu menn fá,
fögnuð og sælu er ljós sannleiks sjá.
Kenndu’ okkur orð þitt og eigindi þín,
í þínu musteri viska þín skín.
Sannlega verndar þín volduga hönd,
við getum staðist, það tryggja þín bönd.
Stjórn þína frelsandi hefjum upp hátt,
hana við kunngerum og þína sátt.
3. Þegar þú vitjar fólks víða um heim,
veitirðu fögnuð og uppfræðslu þeim.
Krýnt gæsku kóngsríkið himninum á,
kvalir og tárin það þerrar af brá.
Sonur þinn eyða mun illskunni brátt,
öll sköpun fagnandi lofar þinn mátt.
Konungur dýrðar við dáum þig öll,
dýrkum þig einan sem heyrir vor köll.
(Sjá einnig Sálm. 65:3, 5, 12; Fil. 4:6.)