Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • sn söngur 31
  • Við erum vottar Jehóva

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Við erum vottar Jehóva
  • Lofsyngjum Jehóva
  • Svipað efni
  • Við erum vottar Jehóva
    Syngjum af gleði fyrir Jehóva
  • Einstök eignarþjóð
    Syngjum af gleði fyrir Jehóva
  • Einstök eignarþjóð
    Lofsyngjum Jehóva – nýir söngvar
  • Þú heitir Jehóva
    Syngjum af gleði fyrir Jehóva
Sjá meira
Lofsyngjum Jehóva
sn söngur 31

Söngur 31

Við erum vottar Jehóva

Prentuð útgáfa

(Jesaja 43:10-12)

1. Margir dýrka stokk og stein,

staðlaus er slík dýrkun ein,

alvald Drottinn á þó,

ætlun hans er hrein.

Aðrir guðir ekki sjá,

aldrei treystum þeirra spá,

ei munu þeir á vottum fá vald,

vonlaust að treysta’ á þeirra hald.

(VIÐLAG)

Vottar Jah Guðs verum við,

vitnum hugrökk hlið við hlið.

Jehóva sannspár, alvitur er,

allt sem hann segir fram fer.

2. Stolt við berum nafn Guðs nú,

náð hans boðum, orðin trú,

flytjum ríkisfréttir,

fædd er stjórnin sú.

Frelsun fæst úr fjötrum táls,

fögnum því að vera frjáls.

Þegar menn styrkjast stigmagnast traust,

staðfastir boða óttalaust.

(VIÐLAG)

Vottar Jah Guðs verum við,

vitnum hugrökk hlið við hlið.

Jehóva sannspár, alvitur er,

allt sem hann segir fram fer.

3. Vegsemd Guð frá vottum fær,

verðmætt orð til margra nær.

Viðvörun til vondra

veitt er skýr og tær.

Uppgjöf saka öðlast má

ef menn leita Drottins þá.

Starf okkar gefur gleði og hlíf,

gæfu og von um eilíft líf.

(VIÐLAG)

Vottar Jah Guðs verum við,

vitnum hugrökk hlið við hlið.

Jehóva sannspár, alvitur er,

allt sem hann segir fram fer.

(Sjá einnig Jes. 37:19; 55:11; Esek. 3:19.)

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila