Söngur 44
Vinnum glöð að uppskerunni
Prentuð útgáfa
1. Á uppskerutíma við erum,
það upphefð er einstæð og merk,
því englar við kornskurðinn eiga
og ásamt þeim leysum það verk.
En fordæmið fyrst sýndi Kristur
með forystu akrinum á.
Þá gleði við hljótum og heiður þann
að hlut í hans uppskeru fá.
2. Af gæsku til Guðs og til manna
við greikkum í starfinu spor.
Er endirinn nálgast nú óðum
við uppskerustörf sýnum þor.
Það verk okkur veitir þá gleði
að vera Guðs samverkamenn.
Af þrautseigju boðum því boðskap Guðs
því blessun hans fylgir því enn.
(Sjá einnig Matt. 24:13; 1. Kor. 3:9; 2. Tím. 4:2.)