Söngur 82
Líkjum eftir hógværð Krists
Prentuð útgáfa
1. Í mannheimi nafn Jesú mestri hæð nær,
samt metorð og stoltið var honum svo fjær.
Í ætlan Guðs hlutverk með æðsta hann fer
en ávallt hann hógvær frá hjartanu er.
2. En hverjum sem níðþungar byrðarnar ber,
þeim býður hann hlýr undir okið með sér.
Að leita fyrst Guðsríkis léttir hvert spor,
hinn ljúflyndi hylli Krists öðlast og þor.
3. ,Þið eruð öll trúsystkin,‘ Kristur svo kvað,
,og hvert öðru þjónið,‘ hann margsinnis bað.
Um milda og hógværa heldur Guð vörð,
þeim heitir að þeir muni erfa hans jörð.
(Sjá einnig Matt. 5:5; 23:8; Orðskv. 3:34; Rómv. 12:16.)