Söngur 67
Biðjum daglega til Jehóva
Prentuð útgáfa
1. Biðjum til Jehóva, berum nafn hans,
bænir hann heyrir hvers sanntrúaðs manns.
Úthellum oft okkar hjarta og hug,
hugrekki okkar Guð eflir og dug.
Dag hvern til Jehóva bið.
2. Biðjum til Jehóva þakklát af þrá,
þeim fyrirgefum sem verður margt á.
Syndirnar játum því svikult er hold,
sannlega veit hann að við erum mold.
Dag hvern til Jehóva bið.
3. Biðjum til Jehóva ögurstund á,
ávallt sem faðir hann er okkur hjá.
Leitum hans verndar ef við erum mædd,
verum öll örugg og alls ekki hrædd.
Dag hvern til Jehóva bið.
(Sjá einnig Matt. 6:9-13; 26:41; Lúk. 18:1.)