Söngur 80
Temjum okkur góðvild
1. Við sem góðvild Guðs vel þekkjum
njótum gleði daglega.
Góður faðir, hæst á himni,
á hvern hátt er Jehóva.
Sýnir okkur meiri miskunn
en við megum búast við.
Hann á skilið dygga dýrkun,
þjónum dugleg við hans hlið.
2. Okkur gerði Guð mjög lík sér
svo við gætum ræktað vel
hverja dyggð sem hann þá hefur,
góðvild hans og kristið þel.
Látum góðvild okkar aukast,
dyggðir iðkum skaparans.
Biðjum oft um andann helga
svo við ávöxt berum hans.
3. Við sem öll í trúnni tengjumst
myndum trúfast bræðralag.
Þar er sýnd mjög sérstök góðvild
þótt við sinnum allra hag.
Er við góðar fréttir flytjum,
von um frið og betri heim,
gerum aldrei mun á mönnum,
sýnum mikla góðvild þeim.
(Sjá einnig Sálm. 103:10; Mark. 10:18; Gal. 5:22; Ef. 5:9.)