Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • bm kafli 16 bls. 19
  • Messías kemur

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Messías kemur
  • Biblían — hver er boðskapur hennar?
  • Svipað efni
  • Fólk vænti Messíasar
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2011
  • Hver er Jesús Kristur?
    Hvað kennir Biblían?
  • Messías — leið Guðs til að veita hjálpræði
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2009
  • Jesús Kristur — Lykillinn að þekkingunni á Guði
    Þekking sem leiðir til eilífs lífs
Sjá meira
Biblían — hver er boðskapur hennar?
bm kafli 16 bls. 19
Jóhannes skírir Jesú.

16. KAFLI

Messías kemur

Jehóva staðfestir að Jesús frá Nasaret sé hinn langþráði Messías.

MYNDI Jehóva hjálpa fólki að bera kennsl á hinn fyrirheitna Messías? Já, lítum á hvað Guð gerði. Þetta var um fjórum öldum eftir að lokið var við að rita Gamla testamentið. Í norðurhluta Ísraels, í bænum Nasaret í Galíleu, býr ung kona sem heitir María. Dag einn fær hún óvænta heimsókn. Engill, sem heitir Gabríel, birtist henni og segir henni að Guð ætli að beita starfskrafti sínum, heilögum anda, til að láta hana fæða son enda þótt hún sé mey. Hann segir að þessi sonur verði hinn langþráði konungur sem eigi að ríkja að eilífu. Barnið verði sonur Guðs því að líf hans verði flutt frá himnum í móðurkvið hennar.

María er auðmjúk og tekur að sér þetta mikla verkefni. Unnusti hennar, smiðurinn Jósef, gengur að eiga hana eftir að Guð hefur sent engil til að fullvissa hann um að hún sé barnshafandi vegna heilags anda. En hvað um spádóminn þar sem segir að Messías eigi að fæðast í smábænum Betlehem? (Míka 5:⁠1) Það eru heilir 140 kílómetrar þangað!

Keisarinn í Róm gefur út tilskipun um að tekið skuli manntal. Fólk á að láta skrásetja sig í fæðingarbæ sínum. Bæði Jósef og María virðast vera ættuð frá Betlehem þannig að Jósef fer þangað með þungaða eiginkonu sína. (Lúkas 2:⁠3) María elur drenginn í fábrotnu gripahúsi og leggur hann í jötu. Guð sendir þá fjölda engla til að tilkynna hópi fjárhirða úti í haga að nýfædda barnið sé Kristur, hinn fyrirheitni Messías.

Fleiri áttu eftir að vitna um að Jesús væri hinn fyrirheitni Messías. Jesaja spámaður hafði sagt fyrir að maður myndi koma fram til að ryðja veginn og undirbúa starf Messíasar. (Jesaja 40:⁠3) Þessi fyrirrennari var Jóhannes skírari. Þegar hann sá Jesú koma til sín hrópaði hann: „Sjá, Guðs lamb sem ber synd heimsins.“ Sumir af lærisveinum Jóhannesar fylgdu Jesú þegar í stað. „Við höfum fundið Messías!“ sagði einn þeirra. — Jóhannes 1:​29, 36, 41.

Og fleira sannaði að Jesús væri Messías. Þegar Jóhannes skírði Jesú talaði Jehóva sjálfur af himni. Hann notaði heilagan anda til að skipa Jesú Messías og sagði: „Þessi er minn elskaði sonur sem ég hef velþóknun á.“ (Matteus 3:​16, 17) Hinn langþráði Messías var kominn!

Hvenær gerðist þetta? Árið 29 e.Kr., nákvæmlega þegar árin 483, sem Daníel talaði um, voru á enda. Þetta er ein af sönnunum þess að Jesús Kristur sé Messías, og sannanirnar eru óhrekjandi. En hvaða boðskap átti hann að boða meðan hann væri á jörðinni?

— Byggt á Matteusi 1. til 3. kafla, Markúsi 1. kafla, Lúkasi 2. kafla og Jóhannesi 1. kafla.

  • Hvernig lét Jehóva engla benda á að Jesús væri Messías?

  • Hvernig var Jóhannes skírari látinn benda á að Jesús væri Messías?

  • Hvernig staðfesti Jehóva sjálfur að sonur sinn væri Messías?

Í HVAÐA SKILNINGI ER HANN SONUR GUÐS?

Jehóva er faðir Jesú en ekki á sama hátt og gerist meðal manna. Jesús var ekki getinn af konu heldur skapaður af Guði. Hann var reyndar fyrsti engillinn sem Jehóva skapaði. (Kólossubréfið 1:​15-17) Jehóva er kallaður faðir Jesú vegna þess að hann gaf honum lífið með því að skapa hann. Eftir að hafa skapað þennan andason hafði Guð hann „með í ráðum“ þegar hann skapaði allt annað, þar á meðal alheiminn. — Orðskviðirnir 8:30.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila