Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • bm kafli 19 bls. 22
  • Jesús spáir langt fram í tímann

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Jesús spáir langt fram í tímann
  • Biblían — hver er boðskapur hennar?
  • Svipað efni
  • Hvernig vitum við að harmagedón er í nánd?
    Lærum af kennaranum mikla
  • Um endinn
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2009
  • Hvaða þýðingu hefur nærvera Krists fyrir okkur?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2008
  • Sérðu táknið um nærveru Jesú?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2005
Sjá meira
Biblían — hver er boðskapur hennar?
bm kafli 19 bls. 22
Jesús talar við nokkra postula sína á Olíufjallinu.

19. KAFLI

Jesús spáir langt fram í tímann

Jesús lýsir atburðum sem eiga sér stað eftir að hann tekur við konungdómi og núverandi heimskerfi er í þann mund að líða undir lok.

JESÚS er staddur á Olíufjallinu ásamt fjórum af postulunum. Þeir hafa gott útsýni yfir Jerúsalem og musterið. Nú spyrja postularnir hann nánar út í mál sem hann hafði talað um áður. Hann var nýbúinn að segja þeim að musterið yrði lagt í rúst og hafði áður talað við þá um „endi veraldar“. (Matteus 13:​40, 49) Nú spyrja postularnir: „Hvernig sjáum við að þú sért að koma og veröldin að líða undir lok?“ — Matteus 24:⁠3.

Jesús sagði þeim þá hvað myndi eiga sér stað áður en Jerúsalem yrði eytt. En spádómurinn náði lengra fram í tímann. Hann átti að uppfyllast í meiri mæli síðar og þá um allan heim. Jesús lýsti atburðum og aðstæðum í heiminum sem samanlagt yrðu tákn þess að hann væri tekinn við völdum sem konungur á himnum. Jarðarbúar gætu með öðrum orðum séð af þessu tákni að Jehóva Guð hefði gert Jesú að konungi hins langþráða Messíasarríkis. Táknið myndi sýna að þetta ríki væri í þann mund að útrýma illskunni og koma á sönnum friði á jörð. Það sem Jesús spáði myndi þannig einkenna síðustu daga hins gamla heimskerfis — trúar-, stjórnmála- og þjóðfélagskerfin sem nú eru — og boða að nýr heimur væri að renna upp.

Jesús sagði hvað myndi gerast á jörðinni þegar hann hefði tekið við konungdómi á himnum. Þá yrðu útbreiddar styrjaldir, matvælaskortur, drepsóttir og miklir jarðskjálftar. Lögleysi myndi færast í aukana. Sannir lærisveinar Jesú myndu prédika fagnaðarerindið um ríki Guðs út um allan heim. Að síðustu myndi skella á mesta þrenging sem þekkst hefði í sögu mannkyns. — Matteus 24:⁠21.

Hvernig gátu fylgjendur Jesú vitað að þrengingin væri í nánd? „Nemið líkingu af fíkjutrénu,“ sagði Jesús. (Matteus 24:32) Þegar fíkjutréð tekur að laufgast er það augljóst merki þess að sumarið sé í nánd. Þegar allt það sem Jesús spáði myndi eiga sér stað á ákveðnu tímabili yrði það að sama skapi augljóst merki þess að endirinn væri nærri. Enginn nema faðirinn myndi vita með vissu á hvaða degi og stund þrengingin mikla skylli á. Þess vegna hvatti Jesús lærisveinana til að halda vöku sinni og sagði: „Gætið yðar, vakið! Þér vitið ekki nær tíminn er kominn.“ — Markús 13:⁠33.

— Byggt á Matteusi 24. og 25. kafla, Markúsi 13. kafla og Lúkasi 21. kafla.

  • Um hvað spurðu postularnir Jesú?

  • Hvernig var táknið sem Jesús lýsti og hvaða þýðingu hafði það?

  • Hvað ráðlagði Jesús lærisveinunum?

TÁKNIÐ UM AÐ KRISTUR SÉ ORÐINN KONUNGUR

Jesús lýsti tákni sem myndi sýna hvenær Guð væri í þann mund að eyða hinu spillta heimskerfi sem nú er. Frá upphafi fyrri heimsstyrjaldarinnar hefur mannkynið orðið vitni að því sem Jesús spáði. Framvindan á sviði trúmála, stjórnmála og þjóðfélagsmála er slík að það stefnir hratt í að núverandi heimskerfi líði undir lok. Jesús sagði fylgjendum sínum að þeir yrðu að vera einbeittir og halda vöku sinni til að standa Guðs megin í deilunni um rétt hans til að fara með æðsta vald.a — Lúkas 21:36; Matteus 24:​3-14.

a Nánari upplýsingar um spádóm Jesú er að finna í 9. kafla bókarinnar Hvað kennir Biblían? Bókin er gefin út af Vottum Jehóva.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila