Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • ll hluti 5 bls. 12-13
  • Flóðið á dögum Nóa. Hverjir hlustuðu á Guð? Hverjir hlustuðu ekki?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Flóðið á dögum Nóa. Hverjir hlustuðu á Guð? Hverjir hlustuðu ekki?
  • Hlustaðu á Guð og lifðu að eilífu
  • Svipað efni
  • Örkin hans Nóa
    Lærum af sögum Biblíunnar
  • Nói smíðar örk
    Biblíusögubókin mín
  • „Hann gekk með Guði“
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2013
  • Allir geta lært af myndbandinu um Nóa
    Ríkisþjónusta okkar – 2002
Sjá meira
Hlustaðu á Guð og lifðu að eilífu
ll hluti 5 bls. 12-13

5. HLUTI

Flóðið á dögum Nóa. Hverjir hlustuðu á Guð? Hverjir hlustuðu ekki?

Flestir gerðu það sem illt var á dögum Nóa. 1. Mósebók 6:5

Illir englar í mannslíkömum umgangast konur.

Adam og Eva eignuðust börn og fólki fjölgaði á jörðinni. Með tímanum gengu sumir englar til liðs við Satan í uppreisninni gegn Guði.

Englar komu til jarðar og tóku sér mannslíkama til að geta gifst konum. Konurnar fæddu syni sem voru ofurmannlegir. Þeir voru grimmir og sterkir.

Drengur lemur konu sem heldur á ungbarni. Risarnir, synir illu englanna, beita ofbeldi.

Jörðin varð full af fólki sem gerði margt illt. Í Biblíunni stendur: „Illska mannanna var mikil orðin á jörðinni og . . . allar hneigðir þeirra og langanir snerust ætíð til ills.“

Nói hlustaði á Guð og smíðaði örk. 1. Mósebók 6:13, 14, 18, 19, 22

Nói hlustar á Guð.

Nói var góður maður. Jehóva sagði honum að hann ætlaði að afmá hina illu í miklu flóði.

Nói og fjölskylda hans byggja örkina.

Guð sagði Nóa að smíða risastórt skip sem var kallað örk. Hann átti að fara með fjölskyldu sína og dýr af öllum tegundum inn í örkina.

Nói varar fólk við flóðinu en það hlær að honum.

Nói varaði fólk við flóðinu en það hlustaði ekki á hann. Sumir hlógu að honum og aðrir hötuðu hann.

Nói og fjölskylda leiða dýrin inn í örkina.

Þegar örkin var tilbúin fór Nói með dýrin inn í hana.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila