Taka þjáningar einhvern tíma enda?
Finnst þér það líklegt?
Já
Nei
Kannski
HVAÐ SEGIR BIBLÍAN?
„Guð ... mun þerra hvert tár af augum þeirra og dauðinn verður ekki til framar. Engin sorg, angistaróp né kvöl verður heldur til.“ – Opinberunarbókin 21:3, 4, Nýheimsþýðingin.
HVAÐ ÞÝÐIR ÞAÐ FYRIR ÞIG?
Það staðfestir að erfiðleikar okkar séu ekki Guði að kenna. – Jakobsbréfið 1:13.
Það er hughreystandi að vita að Guð finnur til með okkur þegar við þjáumst. – Sakaría 2:12.
Það veitir von um að allar þjáningar muni taka enda. – Sálmur 37:9–11.
ER HÆGT AÐ TREYSTA ÞVÍ SEM BIBLÍAN SEGIR?
Já, og ástæðurnar eru að minnsta kosti tvær:
Guð hatar þjáningar og óréttlæti. Hvernig leið Jehóva Guði þegar þjónar hans á biblíutímanum sættu kúgun og illri meðferð? Í Biblíunni segir að hann hafi kennt í brjósti um þá þegar þeir „kveinuðu undan kúgurum sínum og kvölurum“. – Dómarabókin 2:18, Biblían 2010.
Guð hefur óbeit á þeim sem gera öðrum illt. Til dæmis segir í Biblíunni að hann hafi andstyggð á ,höndum sem úthella saklausu blóði‘. – Orðskviðirnir 6:16, 17.
Guði er annt um hvert og eitt okkar. Hver einasti maður „þekkir kvöl hjarta síns og neyð“ og Jehóva skilur hvernig honum líður. – 2. Kroníkubók 6:29, 30.
Jehóva bindur bráðlega enda á þjáningar allra manna fyrir atbeina ríkis síns. (Matteus 6:9, 10) Þangað til hughreystir hann blíðlega þá sem leita til hans í einlægni. – Postulasagan 17:27; 2. Korintubréf 1:3, 4.
TIL UMHUGSUNAR
Hvers vegna leyfir Guð þjáningar?
Svar Biblíunnar er að finna í RÓMVERJABRÉFINU 5:12 og 2. PÉTURSBRÉFI 3:9.