Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • yc hluti 8 bls. 18-19
  • Jósía átti góða vini

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Jósía átti góða vini
  • Kenndu börnunum
  • Svipað efni
  • Jósía valdi að gera það sem var rétt
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2009
  • Síðasti góði konungurinn í Ísrael
    Biblíusögubókin mín
  • Þið unga fólk – hvernig verður líf ykkar?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2023
  • Fyrir fjölskylduna
    Vaknið! – 2012
Sjá meira
Kenndu börnunum
yc hluti 8 bls. 18-19
Jósía konungur hlustar á Jeremía vin sinn.

8. KAFLI

Jósía átti góða vini

Finnst þér erfitt að gera það sem er rétt? – Flestum finnst það. Í Biblíunni er sagt frá því að það var sérstaklega erfitt fyrir strák sem hét Jósía. Hann átti samt góða vini sem hjálpuðu honum. Við skulum kynnast Jósía og vinum hans betur.

Faðir Jósía var Amón, Júdakonungur. Amón var mjög vondur maður og tilbað skurðgoð. Þegar hann dó varð Jósía konungur í Júda, aðeins átta ára gamall! Heldurðu að hann hafi verið vondur eins og faðir hans? – Nei, hann var ekki vondur.

Sefanía spámaður segir fólkinu í Júda boðskap Jehóva.

Sefanía varaði fólkið við því að tilbiðja skurðgoð.

Allt frá því að Jósía var lítill strákur langaði hann til að hlýða Jehóva. Hann vildi því bara vera vinur þeirra sem elskuðu Jehóva. Vinir Jósía hjálpuðu honum að gera það sem var rétt. En hverjir voru þeir?

Einn vinur hans hét Sefanía og var spámaður. Sefanía sagði fólkinu í Júda að það þyrfti að hætta að tilbiðja skurðgoð, annars færi illa fyrir því. Jósía hlustaði á Sefanía og tilbað Jehóva en ekki skurðgoð.

Annar vinur Jósía hét Jeremía. Þeir voru á svipuðum aldri og áttu heima nálægt hvor öðrum þegar þeir voru strákar. Þeir voru svo góðir vinir að þegar Jósía dó orti Jeremía sérstakt ljóð um það hve sárt hann saknaði hans. Jeremía og Jósía hjálpuðu hvor öðrum að gera það sem var rétt og hlýða Jehóva.

Jósía og Jeremía hjálpuðu hvor öðrum að gera það sem var rétt.

Hvað geturðu lært af Jósía? – Jósía vildi gera það sem var rétt jafnvel þegar hann var lítill strákur. Hann vissi að hann ætti að vera vinur þeirra sem elskuðu Jehóva. Leggðu þig fram um að velja þér vini sem elska Jehóva og geta hjálpað þér að gera það sem er rétt.

LESTU Í BIBLÍUNNI ÞINNI

  • 2. Kroníkubók 33:21-25; 34:1, 2; 35:25

SPURNINGAR:

  • Hver var faðir Jósía? Gerði hann það sem var rétt?

  • Hvað vildi Jósía gera allt frá því að hann var lítill strákur?

  • Hvað hétu tveir vinir Jósía?

  • Hvað geturðu lært af Jósía?

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila