Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • yc hluti 13 bls. 28-29
  • Tímóteus langaði til að hjálpa fólki

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Tímóteus langaði til að hjálpa fólki
  • Kenndu börnunum
  • Svipað efni
  • „Elskað og trútt barn mitt í samfélagi við Drottin“
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (almenn útgáfa) – 2016
  • Unglingar — setjið ykkur markmið Guði til heiðurs
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2007
  • Láttu framför þína vera augljósa
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2009
  • Sinntu verkefni þínu sem allra best
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2020
Sjá meira
Kenndu börnunum
yc hluti 13 bls. 28-29
Evnike, mamma Tímóteusar og Lóis, amma hans, kenna honum þegar hann er lítill drengur.

13. KAFLI

Tímóteus langaði til að hjálpa fólki

Unga manninum Tímóteusi fannst gaman að hjálpa öðrum. Hann fór til margra borga til að hjálpa fólki. Á þessum ferðum gerðist margt sem var ánægjulegt og spennandi. Langar þig til að vita meira um það? –

Móðir Tímóteusar og amma kenndu honum að elska Jehóva.

Tímóteus átti heima í borg sem hét Lýstra. Lóis, amma hans, og Evnike, móðir hans, kenndu honum að elska Jehóva frá því að hann var lítið barn. Þess vegna langaði hann til að hjálpa öðrum að kynnast Jehóva.

Þegar Tímóteus var ungur maður spurði Páll hvort hann vildi ferðast með sér til annarra borga til að hjálpa fólkinu þar að kynnast Jehóva. Tímóteus langaði svo mikið til að hjálpa fólki að hann sagði strax: ,Já!‘

Tímóteus fór með Páli til borgarinnar Þessaloníku í Makedóníu. Þeir þurftu að ganga langa leið og sigla með bát til að komast þangað. Þegar þeir komust loks á leiðarenda sögðu þeir fullt af fólki frá Jehóva. En margir urðu mjög reiðir og reyndu að meiða þá. Páll og Tímóteus þurftu þess vegna að flýja borgina og hjálpa fólki annars staðar að kynnast Jehóva.

Tímóteus og Páll postuli ferðast saman með báti.

Tímóteus fékk mörg spennandi og ánægjuleg verkefni.

Nokkrum mánuðum seinna bað Páll Tímóteus að fara aftur til Þessaloníku til að athuga hvernig gengi hjá trúsystkinum þeirra. Tímóteus þurfti að vera mjög hugrakkur til að fara aftur til þessarar borgar þar sem fólkið hafði verið svo reitt. En hann fór samt því að hann hafði áhyggjur af trúsystkinum sínum. Þegar hann kom aftur til Páls hafði hann góðar fréttir að færa. Vinir þeirra í Þessaloníku stóðu sig mjög vel.

Tímóteus starfaði með Páli í mörg ár. Páll skrifaði einu sinni að honum þætti mjög gott að senda Tímóteus til að hjálpa söfnuðunum. Tímóteus elskaði Jehóva og þótti vænt um aðra.

Þykir þér vænt um aðra? Langar þig til að hjálpa þeim að kynnast Jehóva? – Þá getur þú, eins og Tímóteus, fengið mörg spennandi og ánægjuleg verkefni.

LESTU Í BIBLÍUNNI ÞINNI

  • 2. Tímóteusarbréf 1:5; 3:15

  • Postulasöguna 16:1-5; 17:1-10

  • 1. Þessaloníkubréf 3:2-7

  • Filippíbréfið 2:19-22

SPURNINGAR:

  • Hvar átti Tímóteus heima?

  • Langaði Tímóteus til að ferðast með Páli? Hvers vegna?

  • Hvers vegna fór Tímóteus aftur til Þessaloníku?

  • Hvað þarftu að gera til að fá spennandi og ánægjuleg verkefni eins og Tímóteus?

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila