Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • hf hluti 2 bls. 6-8
  • Sýnið hvort öðru tryggð

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Sýnið hvort öðru tryggð
  • Hamingjuríkt fjölskyldulíf
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • 1 LÁTTU HJÓNABANDIÐ SITJA Í FYRIRRÚMI
  • 2 VARÐVEITTU HJARTA ÞITT
  • Gerðu hjónabandið hamingjuríkt með hjálp Guðs
    Hamingjuríkt fjölskyldulíf
  • Að vera skuldbundinn maka sínum
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2009
  • Sýndu maka þínum virðingu
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2011
  • Góð samskipti við fjölskyldu og ættingja
    Hamingjuríkt fjölskyldulíf
Sjá meira
Hamingjuríkt fjölskyldulíf
hf hluti 2 bls. 6-8
Maður heldur á regnhlíf fyrir konuna sína og opnar bílhurðina fyrir hana.

2. Hluti

Sýnið hvort öðru tryggð

„Það sem Guð hefur tengt saman má maður eigi sundur skilja.“ – Markús 10:9.

Jehóva fer fram á að trúfesti og hollusta séu okkur kær. (Sálmur 18:26) Það er sérlega mikilvægt að hjón sýni hvort öðru tryggð og hollustu því að annars ríkir ekkert traust á milli þeirra. Og traust er nauðsynlegt til þess að ástin geti blómstrað.

Nú á tímum er tryggð í hjónabandi á undanhaldi. Til þess að vernda hjónaband þitt þarftu að vera staðráðinn í að gera tvennt.

1 LÁTTU HJÓNABANDIÐ SITJA Í FYRIRRÚMI

BIBLÍAN SEGIR: „Metið þá hluti rétt sem máli skipta.“ (Filippíbréfið 1:10) Hjónabandið er eitt af því sem skiptir mestu máli í lífi þínu. Láttu það því sitja í fyrirrúmi.

Jehóva vill að þú veitir maka þínum sérstaka athygli og að þið ,njótið lífsins‘ saman. (Prédikarinn 9:9) Hann gefur skýrt til kynna að hjón ættu aldrei að vanrækja hvort annað, heldur leita leiða til að gleðja hvort annað. (1. Korintubréf 10:24) Sýndu makanum að þú þarfnist hans og kunnir að meta hann.

Maður færir konunni sinni eitthvað heitt að drekka. Eiginkonan er að laga matinn þegar maðurinn kemur heim.

ÞAÐ SEM ÞÚ GETUR GERT:

  • Gerðu ráðstafanir til að eiga oft stund með maka þínum og veittu honum þá óskipta athygli.

  • Temdu þér að hugsa „við“ í staðinn fyrir „ég“.

Hjón njóta þess að vera saman í lautarferð.

2 VARÐVEITTU HJARTA ÞITT

BIBLÍAN SEGIR: „Hver sem horfir á konu í girndarhug hefur þegar drýgt hór með henni í hjarta sínu.“ (Matteus 5:28) Sá sem lætur hugann dvelja við siðlausar hugsanir er í vissum skilningi ótrúr maka sínum.

Jehóva segir að þú eigir að ,varðveita hjarta þitt‘. (Orðskviðirnir 4:23; Jeremía 17:9) Til að gera það þarftu að gæta vandlega á hvað þú horfir. (Matteus 5:29, 30) Fylgdu fordæmi ættföðurins Jobs en hann gerði sáttmála við augu sín um að líta aldrei aðrar konur girndarauga. (Jobsbók 31:1) Vertu ákveðinn í að horfa aldrei á klám. Ásettu þér líka að mynda aldrei rómantísk tengsl við neinn nema maka þinn.

Maður er með mynd af konunni sinni á skrifborðinu í vinnunni.

ÞAÐ SEM ÞÚ GETUR GERT:

  • Gerðu öðrum alveg ljóst að þú sért bundinn maka þínum tryggðarböndum.

  • Taktu tillit til tilfinninga maka þíns og bittu strax endi á öll sambönd sem valda honum vanlíðan.

LEGGÐU ÞITT AF MÖRKUM

Vertu hreinskilinn við sjálfan þig og viðurkenndu veikleika þína. (Sálmur 15:2) Veigraðu þér ekki við að biðja um hjálp. (Orðskviðirnir 1:5) Ef ósiðlegar hugsanir sækja á þig skaltu berjast gegn þeim. Láttu ekki hugfallast. (Orðskviðirnir 24:16) Jehóva blessar viðleitni þína til að sýna maka þínum tryggð og hollustu.

VELTU FYRIR ÞÉR:

  • Hvernig get ég varið meiri tíma með maka mínum?

  • Hef ég gert maka minn að besta vini mínum?

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila