Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • hf hluti 4 bls. 12-14
  • Hvernig annast á fjármálin

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Hvernig annast á fjármálin
  • Hamingjuríkt fjölskyldulíf
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • 1 SKIPULEGGIÐ FJÁRMÁLIN
  • 2 VERIÐ HREINSKILIN OG RAUNSÆ
  • Fjármál fjölskyldunnar
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2009
  • Eru peningar rót alls ills?
    Biblíuspurningar og svör
  • Farðu skynsamlega með peninga
    Vaknið! – 2009
  • Hvernig get ég lært að fara vel með peninga?
    Vaknið! – 2006
Sjá meira
Hamingjuríkt fjölskyldulíf
hf hluti 4 bls. 12-14
Hjón hjálpast að við að skipuleggja fjármálin.

4. Hluti

Hvernig annast á fjármálin

„Vel ráðin áform fá framgang.“ – Orðskviðirnir 20:18.

Við þurfum öll á peningum að halda til að sjá fjölskyldum okkar farborða. (Orðskviðirnir 30:8) Og peningar veita ákveðið öryggi. (Prédikarinn 7:12) Hjónum gæti fundist erfitt að ræða saman um fjármálin, en gerið peninga samt ekki að þrætuefni í hjónabandi ykkar. (Efesusbréfið 4:32) Hjón ættu að treysta hvort öðru og vinna saman þegar þau ákveða í hvað peningarnir fara.

1 SKIPULEGGIÐ FJÁRMÁLIN

BIBLÍAN SEGIR: „Hver yðar sest ekki fyrst við ef hann ætlar að reisa turn og reiknar kostnaðinn, hvort hann eigi nóg til að ljúka verkinu?“ (Lúkas 14:28) Það er nauðsynlegt að þið skipuleggið saman hvernig þið ráðstafið peningunum ykkar. (Amos 3:3) Ákveðið hvað þið þurfið að kaupa og hve miklu þið hafið efni á að eyða. (Orðskviðirnir 31:16) Þótt þið hafið efni á að kaupa eitthvað er ekki þar með sagt að þið ættuð að gera það. Reynið að stofna ekki til skulda. Ráðstafið einungis þeim peningum sem þið eigið. – Orðskviðirnir 21:5; 22:7.

ÞAÐ SEM ÞÚ GETUR GERT:

  • Ef þið eigið peninga afgangs í lok mánaðarins skuluð þið ákveða í sameiningu hvernig þið ráðstafið þeim.

  • Ef þið náið ekki endum saman skuluð þið gera áætlun um hvernig þið getið dregið úr útgjöldum. Þið gætuð til dæmis eldað mat heima í stað þess að kaupa tilbúinn mat.

Hjón hugsa um aðalútgjöld heimilisins.

2 VERIÐ HREINSKILIN OG RAUNSÆ

BIBLÍAN SEGIR: „Sá sem segir sannleikann hispurslaust, mælir fram það sem rétt er.“ (Orðskviðirnir 12:17, Biblían 1981) Gefðu maka þínum ekki misvísandi upplýsingar um hversu mikils þú aflar og hversu miklu þú eyðir.

Ráðfærðu þig ávallt við makann áður en þú tekur mikilvægar ákvarðanir í peningamálum. (Orðskviðirnir 13:10) Ef þið talið saman um fjármálin hjálpar það ykkur að varðveita friðinn í hjónabandinu. Líttu svo á að tekjur þínar tilheyri ekki aðeins þér, heldur séu tekjur fjölskyldunnar. – 1. Tímóteusarbréf 5:8.

Hjón skoða innkaupalista þegar þau kaupa inn.

ÞAÐ SEM ÞÚ GETUR GERT:

  • Ákveðið í sameiningu hversu miklu hvort ykkar má eyða án þess að þurfa að ráðfæra sig við hitt.

  • Ræðið fjármálin strax, bíðið ekki eftir að upp komi vandamál.

VIÐHORF ÞITT TIL PENINGA

Þótt peningar skipti miklu máli skaltu ekki láta þá hafa slæm áhrif á hjónabandið eða valda ónauðsynlegum áhyggjum. (Matteus 6:25-34) Þú þarft ekki að eiga mikið af peningum til að geta notið lífsins. Biblían segir: „Varist alla ágirnd.“ (Lúkas 12:15) Hjónaband þitt er verðmætara en nokkuð sem hægt er að fá fyrir peninga. Vertu því ánægður með það sem þú hefur og vanræktu aldrei samband þitt við Guð. Ef þú gerir þetta verður fjölskyldulífið hamingjuríkt og Jehóva hefur velþóknun á þér. – Hebreabréfið 13:5.

VELTU FYRIR ÞÉR:

  • Hvað getum við gert sem fjölskylda til að safna ekki skuldum?

  • Hvenær ræddum við hjónin síðast opinskátt um fjármál fjölskyldunnar?

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila