Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • hf hluti 9 bls. 29-31
  • Tilbiðjið Jehóva saman sem fjölskylda

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Tilbiðjið Jehóva saman sem fjölskylda
  • Hamingjuríkt fjölskyldulíf
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • 1 STYRKTU SAMBAND ÞITT VIÐ JEHÓVA
  • 2 HAFÐU ÁNÆGJU AF TILBEIÐSLUSTUND FJÖLSKYLDUNNAR
  • Aðstoð fyrir fjölskylduna
    Ríkisþjónusta okkar – 2011
  • Hvaða hlutverki þjónar biblíunám fjölskyldunnar?
    Hverjir gera vilja Jehóva?
  • Tilbeiðslustund fjölskyldunnar – geturðu gert hana ánægjulegri?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2014
  • ‚Nálgastu Guð og þá mun hann nálgast þig‘
    Nálgastu Jehóva
Sjá meira
Hamingjuríkt fjölskyldulíf
hf hluti 9 bls. 29-31
Hjón lesa saman í Biblíunni.

9. Hluti

Tilbiðjið Jehóva saman sem fjölskylda

„Tilbiðjið þann sem hefur gert himininn og jörðina.“ – Opinberunarbókin 14:7.

Eins og þú hefur séð í þessum bæklingi hefur Biblían að geyma margar meginreglur sem eru þér og fjölskyldu þinni til góðs. Jehóva vill að þú sért hamingjusamur. Hann lofar að ef þú lætur tilbeiðsluna á honum hafa forgang í lífi þínu „mun allt þetta [sem þú þarfnast] veitast yður að auki“. (Matteus 6:33) Hann langar innilega að þú tengist honum vináttuböndum. Nýttu hvert tækifæri til að styrkja vináttu þína við Guð. Vinátta við hann er mesti heiður sem hægt er að fá. – Matteus 22:37, 38.

1 STYRKTU SAMBAND ÞITT VIÐ JEHÓVA

Hjón vinna saman í boðunarstarfinu.

BIBLÍAN SEGIR: „Ég mun vera ykkur faðir og þið munuð vera mér synir og dætur, segir Drottinn.“ (2. Korintubréf 6:18) Guð vill að þú tengist honum nánum vináttuböndum og það gerirðu meðal annars með bæninni. Jehóva býður þér að biðja til sín „án afláts“. (1. Þessaloníkubréf 5:17) Hann vill að þú tjáir honum þínar innstu hugsanir og tilfinningar. (Filippíbréfið 4:6) Þegar þú biður til Jehóva með fjölskyldunni skynjar hún hve raunverulegur hann er þér og hve annt þér er um samband þitt við hann.

Auk þess að tala við Guð þarftu að hlusta á hann. Það gerirðu með því að afla þér fræðslu frá orði hans og biblíutengdum ritum. (Sálmur 1:1, 2) Íhugaðu það sem þú lærir. (Sálmur 77:12, 13) Til að hlusta á Guð þarftu líka að sækja safnaðarsamkomur að staðaldri. – Sálmur 122:1-4.

Það er einnig mikilvægt að þú segir öðrum frá Jehóva til að styrkja samband þitt við hann. Því meir sem þú gerir það því nánari verður vinátta ykkar. – Matteus 28:19, 20.

ÞAÐ SEM ÞÚ GETUR GERT:

  • Taktu þér tíma á hverjum degi til að lesa í Biblíunni og biðja til Guðs.

  • Vinnið að því sem fjölskylda að láta andlegu málin ganga fyrir skemmtun og afþreyingu.

2 HAFÐU ÁNÆGJU AF TILBEIÐSLUSTUND FJÖLSKYLDUNNAR

Faðir undirbýr sig fyrir tilbeiðslustund fjölskyldunnar áður en hann safnar fjölskyldunni saman.

BIBLÍAN SEGIR: „Nálægið ykkur Guði og þá mun hann nálgast ykkur.“ (Jakobsbréfið 4:8) Þú þarft að fastsetja tíma fyrir tilbeiðslustund fjölskyldunnar og skipuleggja hvaða námsefni þið farið yfir í hverri viku. (1. Mósebók 18:19) En meira þarf til. Vináttan við Guð þarf að móta daglegt líf fjölskyldunnar. Styrktu samband hennar við Guð með því að tala um hann „þegar þú situr heima og þegar þú ert á faraldsfæti, þegar þú leggst til svefns og þegar þú ferð á fætur“. (5. Mósebók 6:6, 7) Settu þér sama markmið og Jósúa sem sagði: „Ég og mínir ættmenn munum þjóna Drottni.“ – Jósúabók 24:15.

ÞAÐ SEM ÞÚ GETUR GERT:

  • Hafðu kennsluna markvissa og skipulagða og taktu mið af þörfum hvers og eins í fjölskyldunni.

Móðir les fyrir ungan son sinn. Fjölskylda leikur atburð úr Biblíunni. Faðir á námsstund með dóttur sinni.

HAMINGJUSAMIR ÞJÓNAR JEHÓVA

Það er ekki til neitt betra en að tilbiðja Jehóva Guð. Hann hefur yndi af því að sjá þig og fjölskyldu þína þjóna sér heilshugar. Þegar þið gerið það eykst kærleikur ykkar til Jehóva og löngun ykkar til að líkja eftir honum. (Markús 12:30; Efesusbréfið 5:1) Ef þið hjónin eruð náin Jehóva og fylgið leiðbeiningum hans styrkir það hjónabandið. (Prédikarinn 4:12; Jesaja 48:17) Þú og fjölskylda þín getið verið hamingjusöm um alla eilífð vitandi að ,Jehóva, Guð ykkar, hefur blessað ykkur‘. – 5. Mósebók 12:7.

VELTU FYRIR ÞÉR:

  • Hvenær báðum við hjónin síðast saman til Jehóva?

  • Hvaða námsefni væri gott að ég færi yfir með fjölskyldunni til að styrkja trú okkar á Jehóva?

TIL FJÖLSKYLDUFEÐRA

  • Láttu ekkert koma í veg fyrir vikulega tilbeiðslustund fjölskyldunnar.

  • Láttu fjölskylduna vita fyrir fram hvaða námsefni á að fara yfir svo að allir geti undirbúið sig.

  • Sjáðu til þess að allir í fjölskyldunni séu viðstaddir.

  • Hafðu andrúmsloftið notalegt svo að allir geti haft ánægju af tilbeiðslustundinni.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila