Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • lfb saga 1 bls. 8
  • Guð skapaði himininn og jörðina

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Guð skapaði himininn og jörðina
  • Lærum af sögum Biblíunnar
  • Svipað efni
  • Guð byrjar að skapa
    Biblíusögubókin mín
  • Dýr
    Vaknið! – 2015
  • Fagur garður
    Biblíusögubókin mín
  • Sá sem skapaði allt
    Lærum af kennaranum mikla
Sjá meira
Lærum af sögum Biblíunnar
lfb saga 1 bls. 8
Edengarðurinn

SAGA 1

Guð skapaði himininn og jörðina

Jehóva Guð er skaparinn. Hann bjó til allt, bæði það sem við getum séð og líka það sem við getum ekki séð. Áður en hann gerði það sem við getum séð, skapaði hann heilan helling af englum. Veist þú hvað englar eru? Jehóva skapaði englana sem andaverur eins og hann. Við getum ekki séð þá, alveg eins og við getum ekki séð Guð. Fyrsti engillinn sem Jehóva skapaði varð hjálpari hans. Þessi engill hjálpaði Jehóva að búa til stjörnurnar, pláneturnar og allt annað. Fallega heimilið okkar, jörðin, er ein af þessum plánetum.

Síðan undirbjó Jehóva jörðina svo að dýr og fólk gætu búið á henni. Hann lét sólina skína á jörðina. Hann gerði fjöllin, sjóinn og árnar.

Hvað gerðist næst? Jehóva sagði: ‚Ég ætla að skapa gras, plöntur og tré.‘ Margar tegundir af ávöxtum, grænmeti og blómum fóru að vaxa. Síðan skapaði Jehóva öll dýrin – dýr sem geta flogið, synt, gengið og skriðið. Hann gerði lítil dýr, eins og kanínur, og stór dýr, eins og fíla. Hvað er uppáhaldsdýrið þitt?

Jehóva sagði síðan við fyrsta engilinn: ‚Nú skulum við gera mann.‘ Mennirnir áttu að vera ólíkir dýrunum. Þeir gætu fundið ýmislegt upp. Þeir gætu talað, hlegið og farið með bæn. Þeir áttu að hugsa vel um jörðina og dýrin. Veist þú hver var fyrsti maðurinn? Við lesum um hann í næstu sögu.

„Í upphafi skapaði Guð himin og jörð.“ – 1. Mósebók 1:1.

Spurningar: Hver er Jehóva Guð? Hvað skapaði Jehóva?

1. Mósebók 1:1–26; Orðskviðirnir 8:30, 31; Jeremía 10:12; Kólossubréfið 1:15–17

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila