SAGA 2
Guð skapaði fyrsta manninn og fyrstu konuna
Jehóva bjó til garð á stað sem hét Eden. Í garðinum var fullt af blómum, trjám og dýrum. Síðan bjó Guð til fyrsta manninn úr mold og blés í nasir hans. Veistu hvað gerðist þá? Maðurinn varð lifandi! Jehóva gaf honum nafnið Adam. Hann sagði Adam að hugsa um garðinn. Og hann sagði honum að gefa öllum dýrunum nöfn.
Jehóva gaf Adam mikilvæga reglu. Hann sagði: ‚Þú mátt borða ávexti af öllum trjánum nema einu sérstöku tré. Ef þú borðar ávöxt af því tré muntu deyja.‘
Seinna sagði Jehóva: ‚Ég ætla að gera félaga handa Adam.‘ Hann lét Adam sofna mjög fast og notaði eitt af rifbeinum hans til að búa til eiginkonu fyrir hann. Hún hét Eva. Adam og Eva urðu fyrsta fjölskyldan. Hvernig leist Adam á konuna sína? Hann var svo glaður að hann sagði: ‚Sjáðu hvað Jehóva gerði úr rifbeininu mínu! Loksins er einhver eins og ég!‘
Jehóva sagði Adam og Evu að eignast börn og fylla jörðina. Hann vildi að þau hefðu gaman af því að vinna saman og gera alla jörðina að paradís, eða fallegum garði eins og Edengarðinum. En það fór ekki þannig. Af hverju ekki? Við lærum um það í næstu sögu.
„Sá sem skapaði þau í upphafi gerði þau karl og konu.“ – Matteus 19:4.