Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • lfb saga 6 bls. 20-bls. 21 gr. 5
  • Átta manns lifa flóðið af

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Átta manns lifa flóðið af
  • Lærum af sögum Biblíunnar
  • Svipað efni
  • Örkin hans Nóa
    Lærum af sögum Biblíunnar
  • Flóðið mikla
    Biblíusögubókin mín
  • Nói smíðar örk
    Biblíusögubókin mín
  • Ferst heimurinn aftur í flóði?
    Lærum af kennaranum mikla
Sjá meira
Lærum af sögum Biblíunnar
lfb saga 6 bls. 20-bls. 21 gr. 5
Örkin flýtur í grenjandi rigningu.

SAGA 6

Átta manns lifa flóðið af

Nói, fjölskylda hans og dýrin fara út úr örkinni.

Nói, fjölskylda hans og dýrin fóru inn í örkina. Jehóva lokaði dyrunum og það byrjaði að rigna. Það rigndi svo mikið að örkin flaut. Að lokum var öll jörðin komin á kaf. Allt vonda fólkið dó af því að það fór ekki inn í örkina. En Nói og fjölskylda hans voru örugg inni í örkinni. Geturðu ímyndað þér hversu glöð þau hafa verið að hafa hlýtt Jehóva?

Það var grenjandi rigning í 40 daga og 40 nætur. Síðan hætti að rigna. Hægt og rólega lækkaði yfirborð vatnsins. Að lokum kom örkin niður á fjall. En það var enn þá fullt af vatni alls staðar svo að Nói og fjölskylda hans gátu ekki farið út úr örkinni strax.

Smátt og smátt hvarf vatnið. Nói og fjölskylda hans voru inni í örkinni í meira en ár. Þá sagði Jehóva þeim að þau gætu farið út úr örkinni. Þetta var eins og nýr heimur. Þau voru mjög þakklát fyrir að Jehóva skyldi hafa bjargað þeim. Þau sýndu þakklæti sitt með því að færa Jehóva fórn.

Regnbogi.

Jehóva var ánægður með fórnina. Hann lofaði að hann myndi aldrei aftur eyða öllu á jörðinni í flóði. Hann lét fyrsta regnbogann sjást á himnum sem merki um þetta loforð. Hefur þú séð regnboga?

Jehóva sagði Nóa og fjölskyldu hans að eignast börn og fylla jörðina.

„Nói gekk inn í örkina, og [menn] gáfu engan gaum að því sem var að gerast fyrr en flóðið kom og sópaði þeim öllum burt.“ – Matteus 24:38, 39.

Spurningar: Hvað gerðist eftir að Jehóva lokaði dyrunum á örkinni? Hvað ætti regnboginn að minna okkur á?

1. Mósebók 7:1–9:17

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila