SAGA 7
Babelsturninn
Eftir flóðið eignuðust synir Nóa og konurnar þeirra mörg börn. Fjölskyldurnar stækkuðu og dreifðu sér um jörðina, alveg eins og Jehóva hafði sagt þeim að gera.
En sumar fjölskyldur hlýddu ekki Jehóva. Þær sögðu: ‚Verum kyrr hér og byggjum borg. Við skulum gera svo háan turn að hann nái alla leið til himins. Þá verðum við fræg.‘
Jehóva var ekki ánægður með það sem þetta fólk var að gera svo að hann ákvað að stoppa það. Veistu hvernig hann gerði það? Hann lét fólkið allt í einu tala mismunandi tungumál. Það hætti að byggja af því að það skildi ekki lengur hvert annað. Borgin sem það hafði verið að byggja fékk nafnið Babel en það þýðir ‚ruglingur‘. Fólkið fór að flytja í burtu og búa alls staðar á jörðinni. En það hélt áfram að gera það sem var slæmt. Voru einhverjir sem elskuðu Jehóva enn þá? Við lesum um það í næstu sögu.
„Hver sem upphefur sjálfan sig verður niðurlægður en hver sem auðmýkir sjálfan sig verður upphafinn.“ – Lúkas 18:14.