Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • lfb saga 8 bls. 26-bls. 27 gr. 1
  • Abraham og Sara hlýddu Guði

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Abraham og Sara hlýddu Guði
  • Lærum af sögum Biblíunnar
  • Svipað efni
  • Abraham – vinur Guðs
    Biblíusögubókin mín
  • Jehóva kallaði hann vin sinn
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2016
  • Guð reynir trú Abrahams
    Biblíusögubókin mín
  • Væntir þú „þeirrar borgar sem hefur traustan grunn“?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2020
Sjá meira
Lærum af sögum Biblíunnar
lfb saga 8 bls. 26-bls. 27 gr. 1
Abraham og Sara pakka niður til að fara frá Úr.

SAGA 8

Abraham og Sara hlýddu Guði

Ekki langt frá Babel var borg sem hét Úr. Þar tilbað fólk marga aðra guði en Jehóva. En það var maður í Úr sem tilbað bara Jehóva. Hann hét Abraham.

Jehóva sagði við Abraham: ‚Farðu frá heimili þínu og ættingjum og inn í landið sem ég sýni þér.‘ Guð gaf honum síðan þetta loforð: ‚Þú verður að stórri þjóð. Og ég ætla að gera mörgum gott út um alla jörðina vegna þín.‘

Abraham vissi ekki hvert Jehóva var að senda hann, en hann treysti honum. Abraham, Sara konan hans, Tera pabbi hans og Lot frændi hans pökkuðu niður og héldu hlýðin af stað í langt ferðalag.

Abraham var 75 ára þegar hann og fjölskylda hans komu loksins til landsins sem Jehóva vildi sýna þeim. Það hét Kanaansland. Þar talaði Guð við Abraham og gaf honum þetta loforð: ‚Ég ætla að gefa börnunum þínum allt þetta land sem þú sérð.‘ En Abraham og Sara voru gömul og áttu engin börn. Hvernig ætlaði Jehóva þá að standa við loforð sitt?

Abraham og fjölskylda hans á leiðinni til Kanaanslands.

„Vegna trúar hlýddi Abraham ... og fór burt til staðar sem hann átti að fá í arf. Hann fór burt þótt hann vissi ekki hvert leiðin lá.“ – Hebreabréfið 11:8.

Spurningar: Hvað sagði Jehóva Abraham að gera? Hverju lofaði Jehóva Abraham?

1. Mósebók 11:29–12:9; Postulasagan 7:2–4; Galatabréfið 3:6; Hebreabréfið 11:8

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila