Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • lfb saga 14 bls. 40-bls. 41 gr. 1
  • Þræll sem hlýddi Guði

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Þræll sem hlýddi Guði
  • Lærum af sögum Biblíunnar
  • Svipað efni
  • „Hvers vegna skyldi ég þá aðhafast svo illt?“
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2015
  • Bræður Jósefs hata hann
    Biblíusögubókin mín
  • Jehóva hjálpar þér og veitir þér velgengni
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2023
  • Jósef varpað í fangelsi
    Biblíusögubókin mín
Sjá meira
Lærum af sögum Biblíunnar
lfb saga 14 bls. 40-bls. 41 gr. 1
Jósef hleypur frá konu Pótífars.

SAGA 14

Þræll sem hlýddi Guði

Jósef var einn af yngstu sonum Jakobs. Eldri bræður hans sáu að Jósef var uppáhaldssonur pabba þeirra. Hvernig heldur þú að þeim hafi liðið með það? Þeir öfunduðu Jósef og hötuðu hann. Jósef sagði bræðrum sínum frá því þegar honum dreymdi skrýtna drauma. Draumarnir þýddu að þeir myndu einhvern tíma krjúpa fyrir honum, eins og hann væri betri en þeir. Núna hötuðu þeir hann enn þá meira!

Bræður Jósefs henda honum í holu.

Dag einn voru bræður Jósefs að passa kindur nálægt borginni Síkem. Jakob sendi Jósef til að vita hvernig gengi hjá þeim. Þeir sáu Jósef á meðan hann var enn þá langt í burtu og sögðu: ‚Þarna kemur draumamaðurinn. Drepum hann!‘. Þeir gripu hann og hentu honum í djúpa holu. En Júda, einn af bræðrunum, sagði: ‚Ekki drepa hann! Seljum hann frekar sem þræl.‘ Þeir sáu midíanska kaupmenn sem voru á leiðinni til Egyptalands og seldu þeim Jósef fyrir 20 silfurpeninga.

Bræður Jósefs dýfðu fötunum hans í geitarblóð. Svo sendu þeir pabba sínum fötin og sögðu: ‚Er þetta ekki af syni þínum?‘ Jakob hélt þess vegna að villidýr hefði drepið Jósef. Hann varð svo sorgmæddur að enginn gat huggað hann.

Jósef í fangelsi.

Í Egyptalandi keypti valdamikill maður, sem hét Pótífar, Jósef sem þræl. En Jehóva var með Jósef. Pótífar sá að Jósef var duglegur að vinna og að það væri hægt að treysta honum. Fljótlega lét Pótífar Jósef bera ábyrgð á öllu sem hann átti.

Eiginkona Pótífars tók eftir að Jósef var sterkur og myndarlegur. Dag eftir dag bað hún Jósef um að leggjast með sér. Hvað gerði Jósef? Hann sagði: ‚Nei! Það er rangt. Húsbóndi minn treystir mér og þú ert konan hans. Ef ég leggst með þér syndga ég gegn Guði!‘

Dag einn reyndi kona Pótífars að þvinga Jósef til að leggjast með sér. Hún reif í fötin hans en hann hljóp í burtu. Þegar Pótífar kom heim sagði hún að Jósef hefði reynt að leggjast með sér. Hún var ekki að segja satt. Pótífar varð bálreiður og henti Jósef í fangelsi. En Jehóva gleymdi ekki Jósef.

„Auðmýkið ykkur því undir máttuga hönd Guðs til að hann upphefji ykkur þegar þar að kemur.“ – 1. Pétursbréf 5:6.

Spurningar: Hvernig fóru bræður Jósefs með hann? Af hverju lenti Jósef í fangelsi?

1. Mósebók 37:1–36; 39:1–23; Postulasagan 7:9

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila